Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 98

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 98
96 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Eftir beinum forsendum ályktananna 10. apríl 1941 þá eru ráðstafanirnar samkvæmt þeim úr sögunni jafnskjótt og leiðin til Danmerkur hefur opnast að nýju. Samkvæmt kenningum undanhaldsmanna eiga Íslendingar því að búa sig undir friðar- samningana á þá leið að hrekja ríkisstjórann frá völdum og fá konunginum í Kaupmanna- höfn aftur í hendur hið æðsta vald í málefnum ríkisins. Með því að vísa sendiherrum erlendra ríkja til Kaupmannahafnar og segja að nú skuli þeir ræða við utanríkisráðuneytið danska, hjá okkur fái þeir ekki framar áheyrn. Með því að kalla sendimenn okkar úti í löndum heim, eða gera þá að undirtyllum í dönsku sendi- sveitunum þar. Með því að afþakka lýðveldis- viðurkenningu Bandaríkjanna og segja að verið geti að við þurfum einhvern tímann síðar á henni að halda, en nú viljum við ekkert með hana hafa að gera. Myndu hagsmunir Íslands alveg tryggir við friðarsamningana ef svo væri farið að? Danir vilja áreiðanlega ekkert mein gera okkur í meðferð utanríkismála Íslands. En við friðarsamningana 1814 fóru þeir með utanríkismál Noregs. Þeir vildu áreiðanlega ekki láta Noreg af hendi og ennþá síður gera Norðmönnum eitthvað á móti skapi. En þeir voru neyddir til að afsala Noregi til Svía- konungs, þvert ofan í mótmæli Norðmanna sem héldu þvi fram að þvílíkt afsal væri með öllu heimildarlaust. Við friðarsamningana 1864 fóru Danir með utanríkismál Íslands. Þeir vildu áreiðanlega ekki missa Ísland og ekki skaða okkur á nokkurn hátt þótt þeir teldu landinu best borgið undir sinni stjórn. En sjálfir hafa þeir frá því sagt að þá hafi verið í ráði að bjóða Þjóðverjum Ísland, ef það mætti verða til þess að Danmörk héldi því meira af Slésvík. Í þessari heimsstyrjöld hefur oft verið sagt að úrslitin yltu á orustunni um Atlantshafið. Ætli Þjóðverjar vildu nú ekki fremur eiga Ísland og hafa getað búið um sig hér, en einhvern landskika í Slésvík sem þeir hvort eð er hafa í hendi sinni? Hafa menn gleymt því, að um það bil sem byrlegast blés fyrir Þjóðverjum, var hamrað á því af þeirra hálfu að Ísland væri „dönsk“ eyja? Í dag eru sigurlíkurnar í stríðinu breyttar, og það er víst að Danir ráðstafa okkur aldrei gegn okkar vilja ef þeir eru frjálsir. En stríðsgæfan er völt. Og vert er að hafa það í huga að ófrjáls maður er ekki aðeins háður eigin veikleika heldur og veikleika þess sem með mál hans fer. Vera kann og að réttur okkar verði að engu hafður, hvað sem við gerum. En víst er það, að sá sem ekki viðurkennir sinn eigin rétt, fær heldur ekki viðurkenningu annarra. Aðferðin til þess að upp lokið verði er að knýja á. Stígum þess vegna á stokk og strengjum þess heit að við skulum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess, að er sólin rennur upp hinn 18. júní 1944 skuli Ísland vera lýðveldi. Ekki konunglegt lýðveldi, heldur aðeins eigið lýðveldi íslensku þjóðarinnar. Ræða flutt á Þingvöllum 18. júní 1943.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.