Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 39

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 39
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 37 Hugmyndafræðileg endur nýjun nauðsynleg Ætla má að pólitískar línur flokkanna sem nú sitja á Alþingi skýrist yfir veturinn þar sem framundan er kosningavetur. „Í aðdraganda kosninga verðum við sem erum í liði hinna borgaralegu afla, erum tals- menn opinna og frjálsra viðskipta, talsmenn atvinnulífsins og baráttumenn fyrir því að koma skikki á ríkisreksturinn, að skerpa málflutning okkar, gera hann beittari og umfram allt heilsteyptari,“ segir Óli Björn spurður um það sem er fram undan. „Í núverandi efnahagsástandi eru fólgin mikil tækifæri. Sumt af því sem var til grundvallar þeirri stefnu sem lögð var við stofnum Sjálfstæðisflokksins 1929 á ekki endilega við í dag en grunnhugmyndin er alltaf til staðar og á henni byggjum við. Sjálfstæðisflokkurinn á að nýta þetta tækifæri til að endurnýja þann hugmyndafræðilega grunn sem við höfum byggt á. Það verður meðal annars hægt að gera á landsfundi í nóvember. Við eigum að nota hann sem upptaktinn í því að endurnýja hugmyndafræðigrunn Sjálfstæðisflokksins í stað þess að eyða allri orkunni í að búa til enn eina ályktunina um menntamál, atvinnu- mál og svo framvegis. Við eigum fyrst og síðast að leggja grunninn að framtíðarsýn til næstu áratuga og hvernig samfélag við viljum að mótist hér á grunni sjálfstæðisstefnunnar. Hún þarf auðvitað að fá að þróast í takt við nýja tíma.“ Óli Björn segir að stjórnmálamenn eigi það til að verða of praktískir, sérstaklega þegar þeir verði ráðherrar, og láta hugsjónirnar víkja til hliðar. „Þess vegna er mikilvægt að við nýtum þessi tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt, tekjustofna ríkisins og svo framvegis. Við þurfum að hugsa skipulag heilbrigðismála og menntamála upp á nýtt af því að við ætlum að tryggja hér á sama tíma öflugt velferðar- kerfi og samkeppnishæft atvinnulíf og þar með góð lífskjör. Þetta er verkefnið og það er enginn sem leysir það betur en Sjálfstæðisflokkurinn. En við leysum það ekki nema með því að fara í gegnum hugmyndafræðilega endurnýjun. Þá ég ekki við að kollvarpa grunn hugmyndum heldur að minna okkur á hvaðan við erum að koma og hvert við erum að fara. Þannig mörkum við stefnuna til lengri tíma.“ Óli Björn segir að ólíkt öðrum flokkum sé Sjálfstæðisflokkurinn í þeirri öfundsverðu stöðu að vera með margt ungt og hæfileikaríkt fólk sem hægt sé að tefla fram á komandi árum. „Við sem eldri erum eigum að vera í því að búa til jarðveg og ryðja brautina fyrir þetta unga fólk,“ segir Óli Björn. „Við höfum ekki alltaf sömu sýn en það skýrist af kynslóðamun. Við gömlu þursarnir þurfum að átta okkur á því. En við byggjum hugmyndir okkar og skoðanir á sömu hug- myndafræði. Við eigum að tryggja að ungt fólk sjái tilgang í því að starfa í stjórnmálum, að við búum til andrúmsloft og jarðveg fyrir það þannig að það sé eftir sóknarvert, sem það er ekki endilega í dag. Þegar ég er að tala við ungt fólk og hvetja það til að leggja stjórnmálin fyrir sig, horfa mörg þeirra skringilega á mig og spyrja til hvers þau ættu að gera það, tækifærin séu annars staðar. Ég skil það sjónarmið mjög vel. En það er þó mikilvægt að það sé öflugt hugsjónarfólk á Alþingi, í borgarstjórn og í sveitarstjórnum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.