Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 24

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 24
22 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Staðreyndin er sú að við höfum ekki borið gæfu til að standa vörð um mikilvægustu útflutningsvöru okkar þannig að aðrir sjái verðmæti hennar. Sjávarútvegurinn hefur til þessa byggt upp öflugt net af dreifiaðilum beggja vegna Atlantshafsins sem þekkja gæðin en hafa engan hag af því að halda uppi frekari sannindum gagnvart neytendum um þau verðmæti sem við erum að afhenda þeim. Í nýlegri könnun sem Íslandsstofa lét fram- kvæma um viðhorf til Íslands og neytenda- vara héðan kemur fram að neytendur á erlendum mörkuðum sjá íslenskar vörur í jákvæðu ljósi og hefur sú tilfinning þeirra vaxið samhliða aukinni vitundarvakningu um Ísland sem ferðamannastað. Þannig sögðust 26% svarenda könnunarinnar sjá íslenskar vörur í jákvæðu ljósi árið 2011 en árið 2019 var þetta hlutfall komið upp í 68%, eins og fram kom í viðtali við Daða Guðjóns- son, verkefnastjóra á sviði viðskipta þróunar hjá Íslandsstofu, í 200 mílum 7. febrúar síðastliðinn. Í þessu sama viðtali er haft eftir Daða að þekking neytenda á gæðum íslensks fisks fari minnkandi með hverri nýrri kynslóð og segir hann að „þróunin er mjög greinileg í Bretlandi þar sem meira en fjórðungur elstu svarenda nefnir Ísland sem upprunaland hágæða sjávarafurða, en hlutfallið lækkar svo jafnt og þétt með aldri og nefna aðeins 5% fólks á aldursbilinu 21-34 ára íslenskan fisk á meðan um 12% fólks í sama aldurshópi vita að Noregur framleiðir gæðafisk“. Vel að merkja er Bretland bæði í sögulegu sam- hengi og enn í dag sterkasti markaður okkar, samanber eftirfarandi yfirlit frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (Mynd 1). Mynd 1 - Skjáskot af radarinn.is/Utflutningur/Vidskiptalond. Tíu stærstu viðskiptalönd Íslendinga með sjávarafurðir, miðað við verðmæti. Um 75% af útflutningsverðmæti sjávarafurða fóru til þessara tíu landa á árinu 2019. Jafnframt má sjá af hlutdeild annarra landa, sem var 25% á árinu 2019, að hlutdeild tíu stærstu hefur aukist töluvert á undanförnum árum. Bretland hefur verið og er stærsta viðskiptaland Íslendinga með sjávarafurðir, en þó er vægi þess markaðar ekki nærri eins mikið og það var á árum áður. (Heimild: Hagstofa Íslands). Að losa sig við vöru og skilja örlög hennar eftir í höndunum á þeim sem hafa engan hag af því að gera veg hennar sem mestan er ekki árangur miðað við allt sem við vitum og eigum að geta skilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.