Þjóðmál - 01.06.2020, Side 24

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 24
22 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Staðreyndin er sú að við höfum ekki borið gæfu til að standa vörð um mikilvægustu útflutningsvöru okkar þannig að aðrir sjái verðmæti hennar. Sjávarútvegurinn hefur til þessa byggt upp öflugt net af dreifiaðilum beggja vegna Atlantshafsins sem þekkja gæðin en hafa engan hag af því að halda uppi frekari sannindum gagnvart neytendum um þau verðmæti sem við erum að afhenda þeim. Í nýlegri könnun sem Íslandsstofa lét fram- kvæma um viðhorf til Íslands og neytenda- vara héðan kemur fram að neytendur á erlendum mörkuðum sjá íslenskar vörur í jákvæðu ljósi og hefur sú tilfinning þeirra vaxið samhliða aukinni vitundarvakningu um Ísland sem ferðamannastað. Þannig sögðust 26% svarenda könnunarinnar sjá íslenskar vörur í jákvæðu ljósi árið 2011 en árið 2019 var þetta hlutfall komið upp í 68%, eins og fram kom í viðtali við Daða Guðjóns- son, verkefnastjóra á sviði viðskipta þróunar hjá Íslandsstofu, í 200 mílum 7. febrúar síðastliðinn. Í þessu sama viðtali er haft eftir Daða að þekking neytenda á gæðum íslensks fisks fari minnkandi með hverri nýrri kynslóð og segir hann að „þróunin er mjög greinileg í Bretlandi þar sem meira en fjórðungur elstu svarenda nefnir Ísland sem upprunaland hágæða sjávarafurða, en hlutfallið lækkar svo jafnt og þétt með aldri og nefna aðeins 5% fólks á aldursbilinu 21-34 ára íslenskan fisk á meðan um 12% fólks í sama aldurshópi vita að Noregur framleiðir gæðafisk“. Vel að merkja er Bretland bæði í sögulegu sam- hengi og enn í dag sterkasti markaður okkar, samanber eftirfarandi yfirlit frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (Mynd 1). Mynd 1 - Skjáskot af radarinn.is/Utflutningur/Vidskiptalond. Tíu stærstu viðskiptalönd Íslendinga með sjávarafurðir, miðað við verðmæti. Um 75% af útflutningsverðmæti sjávarafurða fóru til þessara tíu landa á árinu 2019. Jafnframt má sjá af hlutdeild annarra landa, sem var 25% á árinu 2019, að hlutdeild tíu stærstu hefur aukist töluvert á undanförnum árum. Bretland hefur verið og er stærsta viðskiptaland Íslendinga með sjávarafurðir, en þó er vægi þess markaðar ekki nærri eins mikið og það var á árum áður. (Heimild: Hagstofa Íslands). Að losa sig við vöru og skilja örlög hennar eftir í höndunum á þeim sem hafa engan hag af því að gera veg hennar sem mestan er ekki árangur miðað við allt sem við vitum og eigum að geta skilið.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.