Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 86

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 86
84 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 að halda uppi sjálfstæðu ríki í jafnerfiðu landi sem Íslandi. Menn eru tregir að trúa krafta- verkum nú á dögum og hafa því löngum látið sér fátt um finnast tilraunir okkar til að öðlast fullt frelsi. Hitt hefði mátt ætla að Íslendingar hefðu ekki þurft að eiga í innbyrðis baráttu um hvort þeir ættu að heimta fullt frelsi og sjálfstæði sér til handa. Svo hefur samt verið. Aðal örðug- leikinn hefur einmitt verið sá, að sameina þjóðina sjálfa um frelsis- og réttarkröfur sínar. Þegar það hefur tekist, hefur sigranna sjaldan verið langt að bíða. Einmitt vegna þess að tálmananna hefur eigi fyrst og fremst verið að leita í óvild heldur áhuga- og skilningsleysi umheimsins á okkar högum. Hafa þá verið til Íslendingar sem eigi vildu algert stjórnskipunarlegt frelsi þjóðar sinnar? Vonandi ekki. En hinir hafa stundum verið allt of margir sem töldu þjóðina frekar hafa þörf á einhverju öðru en þessu. Sögðu, að fyrst bæri að tryggja efnahaginn eða þjóðernið sjálft, eða eitthvað enn annað sem þeim þá sýndist vera á glötunarinnar barmi. Þessir menn hafa aldrei sagst vera á móti stjórnskipulegu sjálfstæði þjóðarinnar. Síður en svo. Þeir hafa einungis eigi viljað heimta það í dag, heldur draga það til morgundagsins. Við þá á þýski málshátturinn: Morgen, Morgen, nur nicht heute, sagen alle faulen Leute. Á morgun, á morgun, bara ekki í dag, er orðtak letingjans. Í allri sjálfstæðisbaráttunni hefur þessi sónn sí og æ kveðið við, hvenær sem ráðgert var að stíga spor, stór eða smá, fram á við. Þessir menn hafa ekki viljað illa, en illt verk hafa þeir engu að síður unnið. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir, og hafa enn ekki í dag gert sér grein fyrir, að frumskilyrði þess að allt annað gott fái dafnað og náð fullum þroska með þjóðinni, er að hún njóti fulls frelsis og sjálfstæðis. Hugarletin og vantrúin hafa þó smám saman orðið að þoka úr seti. Í síðustu heimsstyrjöld og á áratugunum þar á eftir lærðu allir forráðamenn þjóðarinnar að stjórnskipulegt sjálfstæði var eitt af lífs- skilyrðum þjóðarinnar og að hún varð þess vegna að heimta það í sínar hendur svo fljótt sem nokkur kostur var á. Þeim duldist þó ekki að enn var gamla vantrúin lifandi í sumum hlutum þjóðarlíkamans og viðbúið var að hún sýkti frá sér ef glöggar gætur væru eigi á hafðar. Eins vildu þeir í tæka tíð aðvara hina fornu yfirráðaþjóð og aðra, sem þessi mál létu sig skipta, um að Íslendingar væru einráðnir í því að taka sér algert stjórnskipulegt frelsi, svo fljótt sem verða mætti. Af þessum orsökum spurði Sigurður Eggerz að því á Alþingi 1928, hvort ríkisstjórnin vildi „vinna að því að sambandslagasamningnum verði sagt upp eins fljótt og lög standa til“. Og af þessum ástæðum svaraði ríkisstjórnin og allir þingflokkar því með öllu afdráttarlaust að það sé „alveg sjálfsagt mál“ að svo verði gert. Tæpum áratug síðar, eða 1937, tók Alþingi málið til enn frekara öryggis upp að nýju og ályktaði í einu hljóði um undirbúning þess „er Íslendingar neyta uppsagnarákvæða sam- bandslaganna og taka alla meðferð málefna sinna í eigin hendur“. Í umræðum á Alþingi þá heyrðist eigi fremur en 1928 nein úrtölurödd. Gleggst og greinilegast kvað formaður Sjálf- stæðisflokksins, Ólafur Thors, að orði, er hann sagði það kröfu flokks síns að uppsagnar ákvæði sambandslaganna væri „hagnýtt þegar í stað er lög leyfa, og taki þá Íslendingar í sínar hendur alla stjórn allra sinna mála og séu landsins gæði hagnýtt landsins börnum einum til fram- dráttar“. Enda telur hann vilja Íslendinga allra vera þann að segja upp sambandslögunum og „gera enga samninga í staðinn“, heldur fella samningana með öllu úr gildi. Áður en Íslendingar gætu neytt uppsagnar- ákvæða sambandslaganna tóku atburðirnir sjálfir til máls og knúðu þá til enn skjótari aðgerða en ætlaðar höfðu verið. Aðfaranótt 9. apríl 1940 var Danmörk her- numin af Þjóðverjum. Konungi og danska ríkinu varð þar með ómögulegt að gegna þeim skyldum né neyta þess réttar sem þeim er fenginn í sambandslögunum og íslensku stjórnarskránni. Alþingi neyddist því þegar næstu nótt, 10. apríl, til að taka við handhöfn konungsvalds og meðferð utanríkismála og landhelgisgæslu inn í landið að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.