Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 55

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 55
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 53 Eftir því sem seig á ógæfu hliðina í stríðsrekstri Þjóðverja varð dvölin þar æ erfiðari. Ottó sóttist eftir því að fá að flytjast til Danmerkur en þeirri beiðni var synjað. Hann ákvað því að strjúka sumarið 1944 og fór huldu höfði í Kaupmanna höfn um nokkurt skeið. Danirnir tóku hin þýsku prófskírteini Ottós ekki gild og hann varð því að láta sér lynda að vinna næstu tvö árin sem „framhaldsnemi“ í Danmörku á lúsarlaunum en honum tókst að drýgja tekjurnar með því að kaupa notaðar skrifstofuvélar sem hann gerði upp og seldi. Skýrsluvélarnar koma til sögunnar Heimkominn frá námi árið 1946 hóf Ottó þegar að vinna í iðngrein sinni og stofnaði Skrifstofuvélar hf. með Jens Sigurðssyni, en samstarf þeirra varði þó stutt og Ottó keypti brátt hlut Jens. Til tíðinda dró í lífi Ottós árið 1948 þegar hingað til lands kom danskur maður að nafni Viggo Troels-Smith sem sérlegur sendimaður frá hinu alþjóðlega stórfyrirtæki International Business Machines, sem var skammstafað IBM. Viggo var á höttunum eftir umboðs- manni fyrir IBM á Íslandi og leitaði til Ottós, sem sló til og hélt utan til náms í viðgerðum á gagnavinnsluvélum IBM. Námskeiðið var haldið í Stokkhólmi og tók átta mánuði. Námið var strembið, en allt fór það fram á ensku, sem Ottó varð að læra samhliða. Frá Stokkhólmi var haldið til Kaupmannahafnar, þar sem Ottó lærði á gataspjaldavélar. Árið 1950 komu fyrstu skýrsluvélarnar til landsins, en tildrögin voru þau að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að nota Ísland til tölfræði- legra rannsókna á berklaveiki og voru skýrslu vélar keyptar með þetta verkefni í huga. Um þær mundir var berklaveikin þó í mikilli rénun og hætt var við rannsóknina. Klukkur voru Ottó hugstæðar, enda sonur úrsmíðameistara. IBM framleiddi klukkur, klukkukerfi og stimpilklukkur. Fljótlega eftir að hann gerðist umboðsmaður IBM tók hann klukkuna í turni Sjómannaskólans í fóstur, en hún hafði fram að því gengið skrykkjótt. Skrifstofuvélar seldu klukkur og klukkukerfi víða, meðal annars til skóla, en frægasta og stærsta IBM- klukkan er vafalítið sú sem komið var fyrir á þaki Útvegsbankans við Lækjartorg. Á ljósmyndinni má sjá hvernig Útvegs- bankaklukkan gnæfði yfir miðbæinn um 1960 (Ljósm. Ólafur G. Ársælsson).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.