Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 89

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 89
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 87 Þá er það rækilega tekið fram í samningunum að bæði þessi stórveldi viðurkenni „algert frelsi og fullveldi Íslands“, og um það samið að Banda ríkin og Ísland skiptist á diplómatískum sendimönnum, sem beinlínis brýtur í bága við fyrirmæli sambandslaganna. Að sjálfsögðu voru samningar þessir skildir af Íslendingum á þann veg, enda beinlínis orðaðir með það fyrir augum að Bretland og Bandaríkin viðurkenndu að höft þau, sem verið höfðu á frelsi Íslands vegna sambands- laganna annars vegar og hernámsins hins vegar, væru úr sögunni. En voru þá ekki nýjar viðjar á landið lagðar með hervörnum Bandaríkjanna? Enn í dag tala ýmsir, m.a.s. þeir sem betur ættu að vita, svo sem her námið haldist enn og á því hafi engin breyting orðið frá 10. maí 1940. Óþarfi ætti að vera að fara mörgum orðum um slíkt fávisku- hjal. Að vísu eru enn hermenn í landinu. En þeir eru hér ekki, eins og á meðan hernáminu stóð, gegn beinum mótmælum Íslendinga, heldur með skýru samþykki þeirra. Frá alda öðli hefur það tíðkast, að á ófriðartímum hafa ríki kallað á eða tekið á móti herafla annars ríkis sér til varnar. Bandaríkin hafa nú bæði herafla og herstöðvar, sjálfsagt enn öflugri en hér, víðs- vegar í breska heimsveldinu og í Bretlandi sjálfu. Engum dettur í hug að halda því fram að fullveldi Breta sé skert með hersetu þessari. Aðstaðan er ólík segja sjálfsagt þeir sem bitið hafa sig fasta í að landið sé enn hernumið. Víst er það að Bretland myndi öflugra til varnar, ef Bandaríkin ætluðu að nota herafla sinn þar til skerðingar frelsis þess og fullveldis, en Ísland myndi, ef svo færi hér. En réttarmunurinn er enginn. Réttarstaðan er hin sama hér og þar. Og hverjum er það til góðs að vera með bolla- leggingar um að Bandaríkin kunni að ganga á gerða samninga? Enn hafa þau staðið við alla sína samninga við Íslendinga. Til hvers hefðu þau og átt í þessari samningagerð ef þau ætluðu sér ekki að halda þá? Trúir nokkur því að Bretland og Bandaríkin hefðu ekki getað flutt hingað bandarískt lið án okkar samþykkis ef þessi voldugu stórveldi hefðu viljað? Það er einmitt vegna þess að Bandaríkin vildu ekki og ætluðu sér ekki að skerða frelsi eða fullveldi landsins að hervarnarsamningurinn var gerður. En hervarnarsamningurinn hafði einnig mikil áhrif að öðru leyti og braut í bága við sambands lögin enn frekar en áður var á drepið. Með honum varð gerbreyting á utan- ríkisstefnu Íslands. Þangað til höfðu Íslendingar stranglega fylgt því fyrirmæli 19. gr. sambandslaganna að Ísland lýsti ævarandi hlutleysi sínu. Af þessari stefnu leiddi algert athafnaleysi í utanríkismálum, öðrum en þeim sem varða verslun og viðskipti. Reglan varð sú ein að bíða og sjá hvað setti. Með hervarnarsamningnum var í fyrsta skipti og á eftirminnilegan hátt horfið frá þessari reglu. Hlutleysisyfirlýsingin í 19. gr. sambands- laganna var brotin. E.t.v. ekki þegar í stað, en að því var stefnt þar sem allir bjuggust við að Bandaríkin myndu áður en lyki lenda í ófriðnum svo sem brátt varð. Eigi verður um það deilt að horfið var frá hinu algera hlutleysi af ríkri nauðsyn. En þarna er enn eitt dæmi þess að straumur tímans ber í brott hvert fyrirmæli sambandslaganna af öðru, og að þessu sinni áttu Bretland og Bandaríkin beinan hlut að. Mikilsverðara er þó hitt, að atburðirnir höfðu kennt Íslendingum að einangrun þeirra var úr sögunni. Þeir urðu að taka upp athafnasemi í utanríkismálum. Sjá landi sínu borgið með samningum við stórveldin og þora að velja á milli. En þetta hlaut að leiða til þess að Íslendingum sýndist tímabært að koma stjórnskipun sinni og utanríkisþjónustu í fast horf. Að öllu þessu athuguðu var það sjálfsagt mál að allir þingflokkar urðu sammála um það sumarið 1942 að þá væri tímabært að ganga frá formlegum sambandsslitum við Danmörk og endanlegri stjórnskipun íslenska ríkisins. Þessu varð þó ekki svo skjótt lokið sem fyrirhugað hafði verið, því að fyrir tilmæli Bandaríkjastjórnar var þessu frestað um sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.