Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 91

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 91
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 89 Endalok þessara mjög vinsamlegu orðaskipta Bandaríkjanna og Íslands urðu því þau, að annars vegar gafst Íslendingum færi á að sýna, að þótt þeir mætu algert stjórnskipulegt sjálfstæði sitt svo mikils, að þeir yndu illa öllum drætti þess, þá mátu þeir þó ennþá meira baráttuna fyrir því, að stjórnskipulegt sjálfstæði smáríkja yrði í framtíðinni viðurkennt og einhvers virði í reynd, en hins vegar lýstu Banda ríkin viðurkenningu sinni á að Ísland yrði lýðveldi 1944. Sumir kalla þetta raunasögu. Ég kalla það stór- felldan ávinning í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. Einkum þegar athugað er að afnám konungdæmisins er einmitt hið eina atriði í öllu sjálfstæðismálinu sem efasamt er hvort unnt er að framkvæma á strangformlegan hátt, þótt hins vegar verði eigi brigður á það bornar að frumréttur viðurkenndrar fullvalda þjóðar sé að ákveða sjálf stjórnarfyrirkomulag sitt, og þar með hvort hún vill heldur hafa konungsríki eða lýðveldi. Nú er fengin ótvíræð viðurkenning voldugasta lýðveldisins fyrir réttmæti ákvörðunar Íslendinga um þetta eina umdeilanlega atriði. Þetta er því þýðingarmeira sem samhliða þessu var samþykkt stjórnarskrárbreyting er stórlega greiddi fyrir stofnun lýðveldis og afnámi sambandslaganna. Áður en síðari stjórnar- skrárbreytingin á árinu 1942 öðlaðist gild, þurfti til þessara ákvarðana samþykkt tveggja þinga með þingrofi og almennum kosningum á milli, þjóðaratkvæði og staðfesting konungs eða handhafa konungsvalds. Samkvæmt hinum nýju stjórnarskrárfyrirmælum nægir samþykki einungis eins þings og staðfesting þeirrar samþykktar með þjóðaratkvæði. Í þessu er m.a. fólgið það mjög mikilsverða nýmæli, að ekki þarf samþykki konungs eða handhafa valds hans á afnámi konungdæmisins, heldur er það þjóðin sjálf, sem endanlega kveður á um þetta, svo sem vera ber. Síðari hluta ársins 1942 horfði sjálfstæðismálið því svo við, að úr sögunni virtist vera sá ágreiningur sem um skeið hafði verið um það hvort fara skyldi svokallaða hraðfara eða hægfara leið. Allir, eða svo nær, voru horfnir frá því að láta sambandsslit og stofnun lýðveldis taka gildi fyrr en eftir árslok 1943 nema því aðeins að að höndum bæri sérstök atvik sem sjálfsagt gerðu að skjótara yrði við brugðið, og höfðu menn einkum í huga, ef ófriðarlok yrðu fyrr en við var búist. Hinu hafði þá um langa hríð enginn haldið fram á almannafæri, að draga bæri sambandsslitin lengur en eitt- hvað fram á árið 1944, þegar þau voru heimil eftir ótvíræðum ákvæðum sambandslaganna sjálfra. Í milliþinganefndinni í stjórnarskrármálinu reyndist og svo, að þar urðu allir sammála. Höfðu einstakir nefndarmenn þó á sínum tíma, þ.e. fyrri hluta árs 1941, verið mjög ósammála um hvort hægt eða hratt skyldi farið. Undir öruggri forystu Gísla Sveinssonar, forseta sameinaðs Alþingis, varð nefndin nú í vor einhuga um að leggja til að sambandinu yrði slitið og lýðveldi stofnað hér á landi eigi síðar en 17. júní 1944. Um minni háttar atriði ríkti smávægilegur ágreiningur. Meiri hluti nefndarinnar vildi að forsetinn yrði fyrst um sinn kosinn af Alþingi til fjögurra ára í senn. Allir lögðu til að vald hans yrði sem líkast valdi konungs, þó svo, að hann fengi ekki skilyrðislausan rétt til synjunar laga- frumvarpa. Að öðru leyti er stjórnar skránni ekki breytt nema að því leyti sem beinlínis leiðir af sambandsslitum, enda er ráð fyrir því gert að nefndin starfi áfram til frekari endur- skoðunar stjórnarskrárinnar. Tillögur nefndarinnar eru í samræmi við síðari stjórnarskrárbreytinguna 1942. Er það og höfuðnauðsyn að halda þessum breytingum stjórnarskrárinnar alveg sér og blanda eigi sjálfri stofnun lýðveldisins inn í önnur minni háttar atriði sem verða mættu til sundrunar þjóðinni og tafar málinu. Geta menn og væntan- lega nú glögglega greint hvort það hefði orðið til fyrirgreiðslu sambandsslita ef þau hefðu t.d. átt að tengjast við svo umdeilt atriði sem breytingu á kjördæmaskipun landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.