Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 35

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 35
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 33 Nú þegar farið er að síga á seinni hluta kjörtímabilsins má greina ákveðna þreytu í stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Hér á síðum Þjóðmála hafa ráðherrar verið spurðir um stjórnarsamstarfið og svör þeirra eru nokkurn veginn samhljóða; að þetta hafi verið eina raunhæfa stjórnarsamstarfið, allir séu að vinna saman á faglegum nótum og að sam- starfið gangi almennt vel. Það er þó ekki hjá því komist að spyrja Óla Björn að því hvort tónninn sé sá sami í þingmönnum. „Ég myndi segja að samstarfið á milli stjórnar- þingmanna hafi að flestu leyti verið gott, í það minnsta í nefndum þingsins,“ svarar Óli Björn að bragði og nefnir sem dæmi að samstarf stjórnarþingmanna gangi vel í efnahags- og viðskiptanefnd hvar hann gegnir forystu. „Vissulega er þó tekist á, við erum ólík og með ólíkar skoðanir. Það hlýtur að reyna á þingmenn VG að vinna með okkur rétt eins og það reynir oft mjög á taugar okkar og þolinmæði að vinna með VG. Þetta er ekki bara spurning um grunnhugmyndafræði, það er munur á því hvernig við nálgumst viðfangsefni hlutanna almennt. Við fórum inn í þetta meirihlutasamstarf vitandi það að það myndi reyna á okkur og að við yrðum oft að draga andann djúpt. Það hefur þurft. Þetta er auðvitað misjafnlega erfitt fyrir einstaka þing menn Sjálfstæðisflokksins, erfiðara fyrir suma.“ Eins og hverja? „Ég hef oft þurft að draga andann djúpt og telja upp að tíu,“ segir Óli Björn. „En sem fyrr segir vissum við þetta þegar við lögðum af stað í þetta samstarf. Við vissum þó líka að það yrðu ekki gerðar róttækar breytingar á mikilvægum þáttum, til dæmis að það yrðu ekki gerðar kerfisbreytingar á skattkerfinu og heilbrigðiskerfinu. Við vissum að takmarkið væri að halda sjó og mynda efnahagslegan stöðugleika, það tókst okkur fram að þeim faraldri sem nú gengur yfir.“ Heilbrigðiskerfið: Óhagkvæmari rekstur – verri þjónusta En nú þarf að gera breytingar til hins betra á mörgum sviðum, til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Eru sjálfstæðismenn sáttir við þá þróun sem er að eiga sér stað þar undir stjórn VG? „Ég hef áður gagnrýnt það opinberlega að það hafa verið stigin skref í tíð þessarar ríkisstjórnar sem gera það að verkum að við erum að reka heilbrigðiskerfið með óhagkvæmari hætti en við gætum gert og um leið að veita verri þjónustu en við gætum veitt,“ segir Óli Björn. „Það er að miklu leyti vegna þess að skipu- lega, meðvitað eða ekki, hafa verið lagðir steinar í götu einkaframtaksins. Það kemur mér sífellt á óvart, þó að ég ætti að vita betur, hvað vinstrimenn hafa mikla andúð á einka- rekstri, t.d. í heilbrigðisþjónustunni, þegar varðstaðan á að vera um hið sameiginlega tryggingarkerfi. Við erum öll sjúkratryggð og eigum kröfur til þess að fá ákveðna heil- brigðisþjónustu þegar við þurfum á að halda, óháð búsetu og efnahag. Það er sú afstaða sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið.“ Óli Björn segir að þá þjónustu eigi að veita með eins hagkvæmum hætti og hægt er. „Það þýðir að við verðum að nýta þau tækifæri sem til eru, ekki bara innan ríkis- rekstursins heldur líka einkaframtaksins,“ segir Óli Björn og bætir við að einnig sé mikilvægt að veita þeim einstaklingum sem hafa menntað sig á þessu sviði fjölbreyttari atvinnumöguleika ef hugur þeirra standi til þess að standa á eigin fótum. „Enginn tapar á því heldur græða allir, ríkis- sjóður og skattgreiðendur, því fjármagnið er nýtt með hagkvæmari hætti. Þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda græða á því að þjónustan verður betri vegna þeirrar samkeppni sem myndast,“ segir Óli Björn. „Þetta sáum við gerast þegar Kristján Þór Júlíusson, þá heilbrigðisráðherra, gjörbreytti fjármögnun heilsugæslu á höfuðborgar- svæðinu þannig að fjármagnið fylgdi þeim íbúum sem skráðir eru á hverja heilsugæslu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.