Þjóðmál - 01.06.2020, Page 69

Þjóðmál - 01.06.2020, Page 69
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 67 Bandalag Hitlers og Stalíns, sem handsalað var í aðdraganda innrásar Þjóðverja í Pólland, birtist andstæðingum þessara ógnarstjórna í vestrænu lýðræðisríkjunum því sem rökrétt þróun. Víglínurnar væru nú skýrt dregnar; öðru megin væri vestræn siðmenning í formi vestrænu lýðræðisríkjanna og hinum megin andvestræn villimennska fasismans og kommúnismans. Innrás Þýskalands þjóðernis sósíalismans í Sovétríkin í júní 1941 breytti hins vegar þessari stöðu með öllu. Með banda lagi Stalíns og vestrænu lýðræðis- ríkjanna gegn Hitler öðlaðist kommúnisminn ákveðið lögmæti – jafnvel þó að glæpir Stalíns væru, ef eitthvað var, enn víðtækari en Hitlers. Þetta bandalag stríðsáranna gat af sér ákveðna hugmyndafræði eftir stríð – and- fasismann – sem leit á Sovétríkin sem afl til góðs sem, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika og harðindi, væri fulltrúi réttlætis og man- núðar og sem hlyti á endanum að sigra. Á sama tíma væri þjóðskipulag Bandaríkjanna og vestur-evrópsku lýðræðisríkjanna, sem byggði á markaðshagkerfi og einstaklings- frelsi, í eðli sínu fasískt. Algjör tortíming þjóðernissósíalismans og þær miklu fórnir sem baráttan við Hitler hafði krafist af Sové- tríkjunum margfaldaði síðan tilfinningaleg áhrif þessarar hugmyndafræði. Þá spilaði áróður austantjaldsríkjanna einnig stórt hlutverk enda andfasismi opinber hug- myndafræði Austur-Þýskalands, sem vísaði iðulega til Berlínarmúrsins sem „andfasíska varnarveggsins“. Óhætt er að segja að and- fasisminn hafi náð valdi á stórum hluta men- ningarelítu Vestur-Evrópu frá stríðslokum, jafnvel meðal þeirra sem annars litu ekki á sig sem kommúnista. Jöfnuður og jafnrétti Öllu heilli björguðu Bandaríkjamenn Vestur- Evrópu frá þeim örlögum sem féllu í hlut ríkjanna austan járntjaldsins. Andfasisminn dafnaði hins vegar vel í vestanverðri álfunni í skjóli bandarískrar herverndar og krafti sterkrar stöðu kommúnistaflokka. Í París voru eftirstríðsárin sérstaklega rík uppspretta róttækra hugmynda, frá tilvistarhyggju Sartres til póstmódernisma og póststrúktúralisma Foucaults, Derrida, Deleuze og Lyotards. Þessir hugsuðir endurómuðu gagnrýni róttæku Upplýsingarinnar á menningararf Vesturlanda en þó frá sjónarhóli andrökhyggju. Byggðist nálgun þeirra ekki síst á kenningu Marx um að öll hugmyndafræði sé aðeins birtingar- mynd ríkjandi hagsmuna. Póstmódernistarnir bættu hins vegar um betur og héldu því fram að öll þekking, þar á meðal sú sem leiddi af náttúruvísindunum, væri í raun huglæg og menningarlega skilyrt. Sigurför póstmódernisma og póststrúktúral- isma innan félagsvísindadeilda háskólanna hefur varpað enn frekari vafa á tilkall félags- vísindanna til vísindalegrar hlutlægni. Það tilkall var raunar alltaf frekar veikt; það var jú Marx sem taldi að mannlegt samfélag stjórnaðist af vísindalegum lögmálum. En í kjölfar þeirrar öldu róttækni sem skók háskólasamfélagið upp úr 1968 hóf póst- módernisminn að geta af sér hinar ýmsu undirgreinar, sem kalla mætti „gremjufræði“, og sem áttu það sameiginlegt að fordæma sögu Vesturlanda sem samfellda vegferð óréttlætis og undirokunar. Nálgun þessara fræða byggðist á að endurtúlka söguna á grundvelli tíðaranda nútímans og að skipta öllum einstaklingum upp í tilbúna hópa byggða á kyni, hörundslit og öðrum ytri einkennum. Óháð eigin fjölskyldusögu eða einstaklingsbundnum aðstæðum væru einstaklingar ekki annað en fulltrúar sinna tilbúnu hópa. Tilvera þeirra sem tilheyrðu sögulega undirokuðum hópum ætti að byggjast á sífelldri meðvitund um fórnarlambs stöðu sína en þeir sem tilheyrðu ætluðum forréttindahópum ættu að nálgast

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.