Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 38

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 38
36 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Flóknar reglur hindra samkeppni Við ræðum áfram um mikilvægi þess að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins. Í því samhengi nefnir Óli Björn að ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins í atvinnuvegaráðu neytinu hafi lagt áherslu á að grisja þéttan skóg reglugerða, afnema úrelt lög og annað slíkt. Allt séu það mikilvægir þættir en vissulega séu mörg verkefni enn óleyst. Hann segist í framhaldinu vonast til þess að hægt verði að gera breytingar á samkeppnislögum í þeim tilgangi að tryggja samkeppnishæfni atvinnu lífsins og um leið hagsmuni neytenda. Öllum má þó vera ljóst hversu miklum skaða Samkeppniseftirlitið hefur valdið íslensku atvinnulífi, sem að lokum skaðar almenning. Á meðan þegja kjörnir fulltrúar almennings þunnu hljóði. Eru stjórnmálamenn feimnir eða hræddir við að breyta lögum eða skipta sér af starfsemi eftirlitsstofnana? „Það tel ég ekki en vissulega eiga þeir að vera ófeimnir við að hafa skoðun á þeim,“ segir Óli Björn. „Ég hef í gegnum árin verið mjög gagnrýninn á gildandi samkeppnislög og á Samkeppnis- eftirlitið. Ég hef ekkert verið feiminn við það, hvorki í umræðu á þingi eða í almennri umræðu. Ég nálgast þetta ef til vill öðruvísi en aðrir, því ég tel að það sé nauðsynlegt að hafa vel skilgreind samkeppnislög. Í flóknum reglum, til dæmis í samkeppnislögum, felast ákveðnar samkeppnis hindranir fyrir hina litlu. Oft hentar það stórum fyrirtækjum, jafnvel markaðsráðandi fyrirtækjum, ekkert illa að hér séu ströng og flókin samkeppnislög og flóknar reglugerðir, því það hindrar að nýir aðilar ráðist inn á markaðinn og ógni því „jafnvægi“ sem er fyrir. Þannig að ef menn meina eitthvað með því að tryggja hér alvöru samkeppni eiga þeir einmitt að einfalda regluverkið og gera það skilvirkara.“ Óli Björn segir mikilvægt að eftirlitsstofnanir séu ekki reknar út frá þeirri hugmynd að hlut- verk þeirra sé að ná mönnum og refsa þeim, heldur fremur að stuðla að heilbrigðum markaðsviðskiptum og heilbrigðum viðskipta háttum með leiðbeinandi hætti. „Það skortir verulega á það og það á ekki bara við um Samkeppniseftirlitið. Mér virðist það vera inngróið viðhorf hjá mjög mörgum eftirlitsaðilum, eftirlitsiðnaðinum svokallaða, að það sé einhver mælikvarði á árangur þeirra hversu mörgum þeir ná, hversu mörgum þeir refsa og leggja á stjórnvaldssektir,“ segir Óli Björn. „Þetta er rangt viðhorf en er því miður mæli- kvarðinn sem er notaður á árangur þeirra. Það er jafn brenglað og að halda að eftir því sem fleiri lagafrumvörp og þingsályktunar- tillögur eru samþykkt, því betra og skilvirkara sé þingið. Það er ekki mælikvarði á ágæti starfa þingmanna hversu mörg lagafrumvörp þeir samþykkja. Ég hef litið á það sem jákvætt hlutskipti að koma í veg fyrir framgang mála sem ekki eru góð og jafnvel til þess fallin að flækja líf okkar um of eða þyngja byrðar.“ „Mér virðist það vera inngróið viðhorf hjá mjög mörgum eftirlitsaðilum, eftirlits iðnaðinum svokallaða, að það sé einhver mælikvarði á árangur þeirra hversu mörgum þeir ná, hversu mörgum þeir refsa og leggja á stjórnvaldssektir. Þetta er rangt viðhorf en er því miður mæli kvarðinn sem er notaður á árangur þeirra."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.