Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 52

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 52
50 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Þegar verkskipt borgarsamfélag var í örri mótun á Íslandi 20. aldar urðu til margvíslegar þarfir sem þurfti að sinna. Meðal annars komu skrifstofuvélar til sögunnar sem stórjuku afköst við reikningshald og bréfaskrif. Lengst af var eingöngu um að ræða ritvélar og frum- stæðar reiknivélar en síðar komu til sögunnar bókhaldsvélar og loks tölvur sem þróuðust svo ört að vart er til það svið mannlífsins í samtíma okkar sem ekki er tölvuvætt. Í allri þeirri sögu sem tekin hefur verið saman um upphaf og þróun upplýsingatækninnar hér á landi stendur nafn eins manns upp úr sem brautryðjanda. Það er nafn Ottós A. Michelsen, en 10. júní 2020 voru liðin 100 ár frá fæðingu hans.1 Ottó A. Michelsen var fæddur á Sauðárkróki árið 1920, sonur hjónanna Jörgens Franks Michelsen og Guðrúnar Pálsdóttur. Jörgen var danskur að uppruna, úrsmiður að mennt og fékkst einnig við gullsmíði. Sagt var að hann hefði smíðað nær alla trúlofunar- og giftingarhringi sem settir voru upp í Skaga- firði um áratugaskeið. Ottó sagði föður sinn hafa verið sérstæðan á margan hátt: „Þótt hann væri af erlendu bergi brotinn og Dani í húð og hár hafði hann mikinn áhuga á íslenskum málefnum og ekki síst íslensku atvinnulífi. Meðal annars gerði hann ýmsar tilraunir, sem ekki hafði verið brotið upp á í Skagafirði á þeim árum. Til dæmis hafði hann svín og endur og töluverðan annan búskap, sem létti undir í lífsbaráttunni.“2 Jörgen tók virkan þátt í athafnalífi héraðsins og var einn af hvatamönnum þess að efnt var til útgerðar síldveiðiskipsins Skagfirðings. Systkini Ottós voru Karen Edith, Pála Elínborg iðnverkakona, Hulda Ester ljósmyndari, Franch Bertholt úrsmiður, Rósa Kristín, Georg Bern- harð bakari, Paul Valdimar garðyrkjumaður, Aðalsteinn Gottfreð, lagerstjóri Skrifstofuvéla, Elsa María, Kristinn Pálmi, verslunarstjóri Skrifstofuvéla, og Aage Valtýr, sem rak verktakafyrirtæki. Sjö ára fór Ottó til sumardvalar hjá barnlausum hjónum í Blönduhlíð. Heldur teygðist á verunni þar og svo fór að Ottó var á bænum í hálft fimmta ár. Hann sagði sjálfur svo frá að vistin hefði verið honum kvalræði en bætti við að allir hlutir „og öll reynsla manna hefur margar hliðar. Það sem er böl í einn tíma, kann að vera styrkur á öðrum tíma og æ síðan“.3 Þar hefði hann lært að harka af sér, bjarga sér og láta hverjum degi nægja sína þjáningu, en þar sem hann sat yfir ánum á vorin las hann Íslendingasögurnar og sagði að Grettissaga hefði gert sig svo myrkfælinn að hann hefði ekki læknast af henni fyrr en hann vandist veru í myrkvuðum borgum Þýskalands stríðsáranna. Athafnamenn Björn Jón Bragason Brautryðjandi upplýsinga tækninnar Ottó A. Michelsen – aldarminning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.