Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 66

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 66
64 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 En það hvað skákreiknar eru miklu sterkari en mannfólkið hefur því miður boðið upp á freistingar. Ýmsir freistast til að hafa skák- reikni nálægt sér þegar þeir tefla. Jafnvel er hægt að biðja Nonna frænda að vera með skákina í öðru tæki og koma upplýsingum á framfæri. Vandamálið eykst þegar verðlaun eru í boði. Skákþjónar leggja mikla áherslu á að reyna að stöðva þetta. Prófessorinn og alþjóðlegi meistarinn Kenneth Regan hefur útbúið algóritma sem eru býsna góðir við að grípa svindl – hvort menn tefla óeðlilega líkt og tölva. Chess.com hefur fjölda starfsmanna til að reyna að koma í veg fyrir það. Þeir grípa t.d. inn í ef menn tefla allt í einu of vel. Vandamálið er þó að þótt menn þykist vita með mikilli vissu er sönnunarbyrðin alltaf þung. Netþjónar Chess.com hafa þá einnig farið að útiloka menn frá þátttöku á líkum. Á EM í netskák þurftu allir að skrá sig undir fullu nafni og FIDE-kennitölu. Það dugði því miður ekki til. Allt var morandi í svindli – sérstaklega í neðstu flokkunum. Í úrslita- keppnum var komin skylda um að vera tengdur við Zoom. Það leysir ekki vandann fullkomlega en gerir allt svindl erfiðara. Það er auðvelt að ná þeim sem svindla allan tímann en nánast ómögulegt að ná þeim sem kannski fá ráðleggingu 1-2 sinnum í skák. Hvað er til ráða? Í Þjóðakeppni FIDE var 360 gráðu myndavél. Að vera með slíkt á alla keppendur á stórum mótum er væntanlega óraunhæft. Mögulegt er að hafa skákmiðstöðvar. Segjum t.d. að keppendur á alþjóðlegu móti gætu tekið þátt og til staðar væru nokkrar miðstöðvar. Til dæmis í Reykjavík, London, New York, París og Moskvu. Í stað þess að 200 erlendir keppendur ferðuðust alla leiðina til Reykjavíkur til að taka þátt í Reykjavíkur- skákmótinu gætu þeir teflt frá miðstöð í heimalandi sínu. Þar þyrfti reyndar að hafa skákstjóra yfir þeim. Það er nú samt þannig að flestum finnst skemmtilegra að horfa framan í and- stæðinginn! En frábært að geta teflt heima hjá sér á netinu í tölvunni eða snjalltækinu! Kraftaverk netskákarinnar Þótt hér að ofan hafi verið einblínt á gallana verður að benda á það jákvæða. Netskákin reyndist frábærlega í heimsfaraldrinum. Skákþjálfarar gerðu sumir hverjir kröfur til nemenda sinna á meðan þetta ástand varði um að þeir tefldu a.m.k. ákveðinn fjölda net- skáka á dag/viku. Það var t.d. ljóst að þeir sem sinntu skákinni vel í kófinu komu vel undan þegar skákstarf hófst aftur í raunheimum í maí. Æfingar unglingalandsliðsins (u25) og kvenna landsliðsins hafa farið fram á netinu og Zoom verið notað. Það gekk framúr- skarandi vel og á því verður framhald. Vegur netskákar á eftir að aukast. Ólympíu- skákmótið féll niður í ár en FIDE stendur fyrir ólympíumóti á netinu í ágúst. Það verður áhugaverð tilraun. Þar tefla blönduð lið, karlar, konur og unglingar af báðum kynjum. EM ungmenna í netskák fer fram í september. Þar geta skáksambönd sent allt að 24 fulltrúa. Mótahald er að mjakast af stað í Evrópu. A.m.k. 14 alþjóðleg skákmót eru komin á dagskrá í sumar, sem er að sjálfsögðu mjög lítið miðað við það sem er í hefðbundnu árferði. Staðbundin mót verða þess í stað algengari. Sum lönd gera kröfur um að teflt sé með grímu. Fram undan er Íslandsmótið í skák sem fram fer í Garðabæ í ágúst. Og alþjóðlegt minningarmót um Sigtrygg Sigtryggsson glímukappa verður haldið í haust ef ástand leyfir. Íslandsmót skákfélaga fer fram í október. Hápunktur næsta skákvetrar verður Evrópumót einstaklinga sem verður hluti af Reykjavíkurskákmótshátíðinni í apríl 2021. Svo verður slatti af netskák í góðu blandi. Skemmtilegur skákvetur fram undan! Höfundur er forseti Skáksambands Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.