Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 96

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 96
94 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 En sá sem svo vill fara að, verður að setja fram skoðanir sínar í eigin nafni og reyna að færa rök fyrir þeim. Hann má ekki reyna að læða sinni eigin vantrú inn hjá þjóðinni sem skoðun Bandaríkjanna. Honum er slíkt með öllu óheimilt, þegar Bandaríkin þvert á móti berum orðum hafa beinlínis viðurkennt að sambandsslitin og afnám konungdæmis séu mál sem „íslenska þjóðin ætti á friðartímum að taka ákvörðun um, eftir eigin óskum sínum og þörfum“ og hafi sjálf „athafnafrelsi“ um, jafnvel þótt ófriður sé. Og enn óheimilla er að ógna með „aðvörun í þriðja sinn“, þegar Bandaríkin þá þegar höfðu lýst yfir viðurkenningu sinni á stofnun íslensks lýðveldis 1944, hvort sem Dönum líkar betur eða verr, við þá er „talað“ eða ekki. Vissulega er svo að sjá sem sumum þyki þessar viðurkenningar „raunalegar“. En verða þeir margir Íslendingarnir sem fá sig til að tárast yfir því að lýðveldið okkar eigi innan árs að hætta að vera „konunglegt“ og verði í staðinn einungis íslenskt? En hvað á að kalla þann anda sem býr undir þvílíkum ummælum svo ágæts manns sem dr. Björns Þórðarsonar? Um það get ég ekki sagt. Hitt vil ég segja að bæði er, að dr. Björn Þórðarson var ekki orðinn forsætisráðherra þegar hann flutti ræðu sína, og að hann hafði þá ekki heyrt nýársræðu herra ríkisstjóra. Þar ríkti annar andi. Herra ríkisstjóri réð mönnum þar til að lesa fjallræðuna sér til sálubótar. Í þeirri ræðu segir hvergi að um hin helgustu mál megi ekki tefla á tæpasta vað svo maður fái ekki aðvörun í þriðja sinn. Heldur segir: Biðjið og yður mun gefast; leitið og þér munið finna; knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða; því sérhver sá öðlast, er biður, og sá finnur sem leitar, og fyrir þeim mun upplokið, er á knýr. Og annars staðar í hinni helgu bók er í sam- bandi við þessi orð sögð svofelld dæmisaga: Setjum svo, að einhver af yður eigi vin og fari til hans um miðnætti og segi við hann: Vinur, lánaðu mér þrjú brauð; því að vinur minn er kominn til mín úr ferð, og ég hef ekkert að bera á borð fyrir hann; og hinn svari inni fyrir og segi: Gerðu mér ekki ónæði: Það er búið að loka dyrunum, og börnin mín eru ásamt mér komin í rúmið; ég get ekki farið á fætur, til að fá þér brauðin? Ég segi yður, þótt hann fari ekki á fætur og fái honum þau sökum þess, að hann er vinur hans, þá mun hann samt fara á fætur vegna áleitni hans og fá honum eins mörg og hann þarf. Síðan hafa menn ekki aðeins fylgt þessari reglu hinnar helgu bókar um að öruggasta ráðið til að upp lokið verði sé að knýja á, - og þar er hvergi dregið af, hvernig að er farið, þegar vinur knýr á dyr vinar til að fá framgengt greiða, - þegar einstakur maður kallar guð sinn sér til hjálpar í nauðum, heldur einnig þegar ríkin hafa verið sköpuð á örlagastundum í tilveru þeirra. Hafa margar þjóðir öðlast frelsi, losnað úr erlendum viðjum og hlotið viðurkenningu umheimsins án þess að knýja á? Lítum á Bandaríkin, sem um skeið fara með hervarnir Íslands. Nú eru þau meira en þúsund falt mannfleiri en við. En rétt fyrir frelsis stríð þeirra, um 1760, er talið að ný lendurnar sem í upphafi stofnuðu Banda- ríkin hafi þá aðeins verið 13 sinnum mannfleiri en Íslendingar eru í dag. Þessi þjóð, sem þá var lítil, tefldi svo á tæpasta vað um rétt sinn og mannorð meðal þjóðanna að hún gerði byltingu gegn bókstaf laganna, sleit tengslin við móðurlandið án heimildar í nokkrum samning og setti þar með konunginn af. Hún var vissulega ekki hrædd þótt hún fengi aðvörun og jafnvel áminningu. - Í heilt ár þurfti Benjamín Franklín að bíða í París þangað til hann fékk endanlega viðurkenningu frönsku stjórnarinnar á frelsi þjóðar sinnar. Og á meðan hann var þar sendiherra þá gat hann ekki þver fótað á skrifstofu sinni - ekki vegna aðstoðar manna, heldur vegna sendiherra sem Bandaríkin höfðu sent til höfuðborga álfunnar, en konungshirðirnar þar vildu ekki veita mót- töku af virðingu fyrir yfirráðarétti Englands. Örlög kotríkisins Íslands verða áreiðanlega um margt ólík örlögum hinna voldugu Bandaríkja. - En um hinn smæsta sem hinn stærsta gildir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.