Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 50

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 50
48 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Nýsköpunarstefna Íslands Í fyrra kynnti ríkisstjórnin nýsköpunarstefnu sína undir heitinu Nýsköpunarlandið Ísland. Stýrihópur með þátttöku allra þingflokka, hagsmunaaðila í atvinnulífinu, háskólasam- félagsins, frumkvöðla og fjárfesta lagði fram stefnuna en verkefnastjórn stýrði vinnunni. Mikill skilningur og stuðningur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur nýsköpunar- ráðherra og ríkisstjórnar við nýsköpun og frumkvöðlastarf hefur varðað leiðina til framtíðar. Eins og hún hefur sagt sjálf í viðtölum er nýsköpun ekki tískuorð eða einhver frasi heldur lykilforsenda í frekari framförum og verðmætasköpun. Dæmi um það hafa verið nefnd hér að framan en fram til þessa hefur gífurleg verðmætasköpun orðið í lykilatvinnugreinum eins og sjávar- útvegi sem byggst hefur á nýsköpun í veiði reglum um nýtingu auðlindarinnar, í nýsköpun í veiðum, varðveislu og vinnslu sjávarafurða og í þeim tækjabúnaði sem nýttur hefur verið. Í menntakerfin hefur einnig orðið þróun í þessa veru með t.d. nýsköpun í háskólastarfi, með opnun Háskólans í Reykjavík og enn áður Háskólans á Akureyri. Svo má nefna fyrir- hugaðar breytingar á starfsemi Nýsköpunar miðstöðvar Íslands. Þar er sú leið farin að leggja stofnuna niður og færa verkefni hennar til annarra aðila, komast nær háskóla samfélaginu og fyrirtækjunum í landinu og sameina við aðra sambærilega starfsemi.3 Frumvarp um frumkvöðlasjóðinn Kríu með 2,5 milljarða króna ráðstöfunarfé er dæmi um aukna áherslu stjórnvalda á þessu sviði. Krían er sá fugl sem ferðast lengst frá landinu þegar hún fer í burtu, en kemur alltaf til baka. Hún er eldsnögg og á sífelldu iði og amstri og nafngiftin hæfir því öflugum frumkvöðla- sjóði. Við þurfum fleiri en eina kríu því hún verpir ekki nema tveimur eggjum. Við þurfum miklu fleiri kríur og fleiri körfur til að setja eggin í. Það er verið að stíga alltof lítil skref á þessu sviði meðan tugir milljarða fara í „hefðbundndar” innviðafjárfestingar. Heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta í vísis- sjóðum verður einnig aukin þannig að þeir megi eiga allt að 35% í vísissjóði í stað 20%, sem mun vonandi hleypa enn meira súrefni í nýsköpunarstarfið. Þótt lífeyrissjóðir hafi tekið við sér að nokkru leyti, þá eiga þeir meira tækifæri í nýsköpunarverkefnum þar sem arðsemin verður síst minni, ef vel er haldið utan um fjárfestinguna. Það er því full ástæða til að horfa með bjartsýni til sjálfbærrar nýsköpunar á Íslandi að lokinni þeirri alheims- kreppu sem kennd verður við COVID-19. Kríurnar verpa vonandi mörgum eggjum „Mjór er mikils vísir” eins og máltækið segir. Vísir merkir þar frjóangi eða spíra sbr. orðasambandið „vísir að e-u”. Vonandi mun þetta efla vísisfjárfestingar enn frekar og leggja grunn að öflugra umhverfi vísis- fjárfestinga hér á Íslandi. Við fögnum Kríu og vonandi fer hún sem fyrst að verpa eggjum og klakið heppnist vel. Við þurfum margar kríur og mikilvægt verkefni er fram undan að styðja við þær auðlindir sem byggir á hugvitinu. Að hleypa meira súrefni þar inn ekki síður en í húsnæðismarkaðinn, ferða- þjónustuna eða aðrar greinar. Hugvitið er óþrjótandi auðlind. Þar býr meiri orka en í fallvötnunum og meiri verðmæti en í afla upp úr sjó, með fullri virðingu fyrir verðmætum þeirra auðlinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.