Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 71

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 71
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 69 Uppgjafarfrjálslyndi Þeir sem aðhyllast frjálslyndisstefnu ættu með réttu að standa gegn tilraunum hins póst- móderníska vinstris til að snúa jafnréttinu upp í andhverfu sína, grafa undan einstaklings frelsinu og gera samfélagið að tilraunastofu fyrir hugmyndafræði sína. En þá virðist oft skorta sannfæringu til að verjast vinstriróttækri gagnrýni á vestræna sið- menningu og þjóðskipulag og kjósa þess í stað að gefast upp og ljá slíkri orðræðu trúverðugleika. Danski sagnfræðingurinn David Gress hefur kallað þessa tilhneigingu „uppgjafarfrjálslyndi“. Gress heldur því fram að fyrirbærið megi að hluta til rekja til þess að sú sjálfsmynd af Vesturlöndum sem byggt var á eftir seinni heimsstyrjöld, og einskorðaðist að mestu við lýðræði og kapítalisma, hefði í eðli sínu verið ófullkomin; í henni hefði falist málamiðlun sem byggði á lægsta mögulega samnefnara milli frjálslyndisstefnu og hug- myndafræði andfasismans. Þessi sjálfsmynd, sem ætlað var að viðhalda einingu Vestur- landa í kalda stríðinu, hefði orðið róttækri gagnrýni vinstrisinnaðra áróðurstækna 7. áratugarins auðveld bráð. Sú tilhneiging frjálslyndisstefnunnar að ein- blína á markaðshagkerfið og aðskilja frelsið frá því samhengi sem vestrænn menningar- arfur býr því hefur því veikt hana. Þó að mynd líkingin um „ósýnilegu höndina“ sé þek- ktasta hugmynd hans lét einn mikil vægasti hugsuður frjálslyndisstefnunnar, Adam Smith, sig líka siðfræði miklu varða. Þannig er kapítalismi mikilvægur hluti vestrænnar siðfræði en hann felur ekki í sér siðfræði í sjálfu sér – hann þarf að grundvallast á þeirri siðfræði sem leiðir af þróun vestrænnar siðmenningar undanfarin þrjú árþúsund. Að kalda stríðinu loknu hefði því þurft að fara fram ákveðið uppgjör við kommúnismann ásamt endurnýjun á hugmyndafræðilegum grundvelli frjálslyndisstefnunnar. Í stað þess hefur hún, í sinni takmörkuðu útgáfu kalda- stríðstímans, haldið áfram að haldast í hendur við andfasismann á hugmyndafræðilegum forsendum hins síðarnefnda. Þegar allt kemur til alls virðist fall múrsins ekki hafa haft neina sérstaka þýðingu á Vestur löndum. Uppgjörið við kommúnismann fór aldrei fram; og þeim sem hafna vestrænum menningararfi og predika þess í stað alhyggju, afstæði allra gilda og varanlega menningar- byltingu vex ásmegin í krafti tómlætis þeirra sem ættu að vita betur. Það aukna fylgi sem sósíalískar hugmyndir virðast njóta í Banda- ríkjunum er vísbending um frekari hnignun í landi sem áður virtist ónæmt fyrir slíkum hugmyndum. Kollektívismi og miðstýring sækja hvarvetna í sig veðrið nema raunar í þeim samfélögum sem kynntust þeim á eigin skinni. Í því liggur meðal annars skilningsleysi milli ríkja í austan- og vestanverðri Evrópu. Lítið hefur því orðið úr þeim fyrirheitum sem jóladagstónleikar Bernsteins gáfu, því þó að efnisleg ummerki um múrinn kunni að mestu leyti að vera horfin lifir hann áfram í ríkjandi hugmyndum um markmið og leiðir í stjórn- málum og réttmæta beitingu opinbers valds. Meginmunurinn er sá að núna snýr hann öfugt. Höfundur er fyrrverandi nemandi franska stjórnsýsluskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.