Þjóðmál - 01.06.2020, Side 23

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 23
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 21 Áliðnaðurinn á Íslandi má hins vegar muna fífil sinn fegurri; verð á áli er í lágmarki og eigendur álversins í Straumsvík hafa nánast gefið það út að þeir séu tilbúnir að gefa hverjum sem er álverið ef viðkomandi tekur yfir raforkusamningana við Landsvirkjun. Mögulega er áliðnaðurinn á Íslandi eins við þekkjum hann að nálgast endastöð og því er ljóst að eins og svo oft áður þarf sjávar- útvegurinn að standa undir stórum hluta verðmætasköpunar á Íslandi á næstu árum. Árið 2019 námu útflutningsverðmæti sjávar- afurða 260 milljörðum og á þar þorskurinn stærstan hlut, en hlutfall hans af heildarmagni er um 44%. Það má því færa sterk rök fyrir því að nú sem endranær eigum við mikið undir þorskinum. Þá er bara þrennt í stöðunni, við getum veitt meira, fengið hærra verð fyrir vöruna eða stóraukið fiskeldi. Nýleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár kveður á um 6% lækkun á aflamarki þorsks í ljósi ástands þorskstofnsins og að ýsunni undanskilinni hafa nýliðunarvísitölur margra stofna eins og hlýra, gullkarfa og blálöngu verið lágar undanfarinn áratug. Áhrifa þessa er nú farið að gæta verulega í ráðgjöf stofnunarinnar en ástæða minnkandi nýliðunar er ekki þekkt. Það eru mjög vondar fréttir fyrir ofangreind markmið um aukinn útflutning til að standa undir lífsgæðum á Íslandi og því er ljóst að útflutningstekjur munu ekki aukast með auknum fiskveiðum. Að sama skapi gengur uppbygging fiskeldis á Íslandi hægt og greinin er umdeild vegna umhverfisáhrifa. Þannig framleiddu Íslendingar aðeins 28 þúsund tonn af laxi árið 2019 á meðan Færeyingar framleiddu í kringum 100 þúsund tonn og Norðmenn um 1,3 milljónir tonna. Yfirlýst markmið Norð- manna er að framleiða 5 milljónir tonna af laxi fyrir árið 2030. Það skal ósagt látið hvort við erum að missa af lestinni í laxaframleiðslu en miðað við stöðu helstu keppinauta okkar á mörkuðum er á brattann að sækja fyrir Íslendinga í greininni. Eftir stendur þá ein leið til að auka útflutnings verðmæti og það er að fá hærra verð fyrir vöruna. Villtur íslenskur þorskur er veiddur af hátæknivæddum togurum eða dagróðrarbátum, samkvæmt faglegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem tryggir sjálfbærni og endurnýjun stofnsins. Loks er hann verkaður þannig að nýting aflans er allt að 80-90% með hjálp háþróaðra sjálfvirkra vinnsluvéla sem margfalda gæði vörunnar og oftast tekst vel til að koma honum ferskum á áfangastað. Slík vara ætti með réttu að seljast sem lúxusvara á alþjóðlegum mörkuðum. Flestir próteingjafar sem neytendum bjóðast á stórum mörkuðum bæði í Evrópu og Banda ríkjunum eru fjöldaframleiddar afurðir úr iðnaðarlandbúnaði eða stórtæku fiskeldi. Margar af þessum vörum eru seldar á mun hærra verði til neytenda en þessi hágæðavara, sem við ættum með réttu að bera meiri virðingu fyrir en svo að við sættum okkur við að losa okkur við hana í Boston, Bremerhaven eða Immingham í þeirri von að einhver vilji taka hana af okkur á kostnaðarverði til þess eins að koma henni í verð hjá einhverju fangelsi eða iðnaðarmötuneyti þar sem vonir og væntingar koma saman til að deyja.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.