Þjóðmál - 01.06.2020, Side 67

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 67
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 65 Kjartan Fjeldsted Fall múrsins – og sigur kommúnismans? Stjórnmálasaga Á jóladag 1989 stjórnaði Leonard Bernstein níundu sinfóníu Beethovens í gamla konung- lega leikhúsinu í Austur-Berlín í tilefni af falli Berlínarmúrsins, sem átt hafði sér stað flestum að óvörum rúmum mánuði fyrr. Nú þegar liðlega 30 ár eru liðin frá þessum merka atburði í Evrópusögunni er óhjákvæmilegt að staldra við ákveðna þversögn: þó að Sovét- ríkin séu horfin af sjónarsviðinu hafa ýmis afbrigði þeirrar hugmyndafræði sem þau kenndu sig við farið sigurför um Vesturlönd á undanförnum áratugum. Þeir sem fögnuðu sigri í kalda stríðinu voru of fljótir á sér; vofan sem Marx og Engels vísuðu til í Kommúnista- ávarpinu svífur enn enn yfir vötnum þótt í eilítið annarri mynd sé – enn sem komið er. Til að setja þessa fullyrðingu í viðeigandi samhengi er rétt að huga stuttlega að „ættfræði“ múrsins og hugmyndafræðilegum og sögulegum aðdraganda þess að hann var reistur. Rétt er að hefja söguna í upplýsingunni, sem hægt er að tímasetja í grófum dráttum frá lokum þrjátíu ára stríðsins árið 1648 og til upphafs frönsku stjórnarbyltingarinnar árið 1789. Með nokkurri einföldun má segja að helsta einkenni upplýsingarinnar hafi verið sú viðleitni að beita mannlegri rökhyggju til að endurmeta ríkjandi þjóðskipulag og menningararfleifð miðalda í ljósi þeirra fram- fara sem orðið höfðu í vísindum og skilningi manna á náttúrunni á þeim tveimur öldum eða svo sem á undan fóru. Upplýsingin átti sér hins vegar tvær hliðar, aðra róttæka og hina hófsamari. Þekktastir róttæku hugsuðanna eru líklega Voltaire og Rousseau. Hinn fyrrnefndi var þekktur fyrir háðslega gagnrýni á menningu og hugmyndaheim miðalda, ekki síst trúar- brögð, sem hann taldi merki um heimsku og hjátrú; meðfædd rökhyggja mannsins væri lykillinn að öllum framförum. Hinn síðarnefndi er þekktur fyrir kenningu sína um hinn göfuga villimann, sem eignarrétturinn á að hafa hneppt í fjötra, og um hinn „almenna Leonard Bernstein stjórnar níundu sinfóníu Beethovens í gamla konunglega leikhúsinu í Austur-Berlín á jóladag 1989, mánuði eftir fall Berlínarmúrsins. Lítið hefur því orðið úr þeim fyrirheitum sem jóladagstónleikar Bernsteins gáfu, því þó að efnisleg ummerki um múrinn kunni að mestu leyti að vera horfin lifir hann áfram í ríkjandi hugmyndum um markmið og leiðir í stjórnmálum og réttmæta beitingu opinbers valds.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.