Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 49

Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 49
vitað var að frakkinn var þungur og afar óhentugur til þeirra ferðalaga sem Brandur iðkaði, þá færði prófastur það í tal við hann næst þegar hann kom að Kollafjarðarnesi, hvort hann vildi ekki skila sér frakkanum aftur. „Það er allt í þessu fína“, sagði Brandur, en það var orðtak hans, „en hann er bara vestur í Garpsdal, en ég verð enga stund að sækja hann.“ Með það hljóp hann af stað vestur í Geiradal. Ferðin tók ótrúlega skamman tíma og frakkanum skilaði hann með virktum. Gæti ég trúað að Brandur hafi sjálfur orðið fegnastur þessum málalokum. Þrátt fyrir hnupl af þessu tagi var Brandur strangheiðarlegur varðandi það sem honum var trúað fyrir og má kannske segja að sú trúmennska hafi komið honum í koll eitt sinn er hann fór í sendiferð úr heimasveit sinni um fjallvegi til Hólmavíkur að vetri til. Hreppti hann versta veður og komst við illan leik til byggða. Hlaut hann þá slæmt kal á fótum og varð aldrei samur maður eftir. Hann hafði varninginn sem hann var sendur með á sleða svo sem vani hans var á slíkum ferðum. Þrátt fyrir erfiðleikana á leiðinni sleppti hann ekki sleðanum. Var ekki talið ósennilegt að hann hefði sloppið betur ef hann hefði skilið sleðann eftir, en hann vildi ekki bregðast trúnaði þess sem fékk hann til fararinn- ar. Asta-Brandur var fæddur að Brandsstöðum í Reykhólasveit á þriðja dag jóla árið 1883. Foreldrar hans voru hjónin Jón Guð- mundsson og Steinunn Guðbrandsdóttir. Systkinin voru þrjú auk Brandar. Helga móðir Játvarðar Jökuls Júlíussonar rithöfundar frá Miðjanesi, sem margir kannast við. María Sigríður húsmóðir á Auðshaugi á Barðaströnd og Guðmundur smiður í Reykjavík. Steinunn, móðir þeirra varð úti skammt fyrir utan túngarðinn á Miðjanesi, þar sem þau bjuggu þá, hinn þriðja febrúar árið 1913, en Jón faðir þeirra mun hafa orðið gamall maður. Það hef ég fyrir satt, að fátt hafi verið með þeim feðgum, honum og Brandi, og hafi þeir a.m.k. á síðari árum lítið sem ekki talast við þótt þeir hittust, sem mun þó hafa verið mjög sjaldan. Fyrr á árum hefur fálæti þeirra í millum sjálfsagt nærst á gjörólíkri afstöðu þeirra til vinnu. Faðirinn sívinnandi atorkumaður — son- urinn frábitinn öllum störfum — auðnulaus furðufugl. 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.