Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 120
gista. Nú var það þannig, að ég vissi ekki deili á nokkrum einasta
manni í þorpinu og ekkert gistihús var á staðnum. Félagar mínir
allir áttu frændfólk eða kunningja í plássinu og gátu farið til
þeirra. Eg vissi ekkert hvert halda skyldi.
Guðmundur Pétursson frá Reykjarfirði ætlaði að fara til
frænda síns Jóhannesar Bergsveinssonar. Við Guðmundur löbb-
uðum saman spölkorn, þá mætir hann vinnufélaga sínum frá því
um sumarið. Þeir höfðu unnið saman við verksmiðjuna á Djúpa-
vík. Maður þessi hét Bjarni Sigvaldason, ókvæntur og einhleypur.
Hann leigði herbergi þarna nálægt. Bauð hann okkur inn til sín.
Líklega hef ég leitt það í tal við hann, hvort hann gæti vísað mér
á gististað. Eg man það ekki glöggt nú. Eftir stutta stund kom
Jóhannes að vitja frænda síns og bauð honum gistingu. Bjarni
bað mig sitja rólegan. Hann sagðist æda að skreppa frá og ræða
við konu sem hann þekkti. Ekki leið á löngu áður en Bjarni kom
aftur. Hann var þá búinn að útvega svefnbedda og sæng. Bauð
hann mér að sofa í herberginu hjá sér ef ég gæti gert mér það
að góðu. Ennfremur var þessi ókunni maður búinn að koma mér
í fæði hjá matmóður sinni og frænku, Kolfinnu Jónsdóttur og
mánni hennar Guðjóni Jónssyni trésmið. Mér var vel tekið af
þessu ágæta fólki og naut ég þar greiðasemi meðan ég dvaldi í
þorpinu.
Við félagar urðum veðurtepptir á Hólmavík einn dag. Gekk þá
yfir suðvestan rok og mikil rigning. Ég fór til fundar við félaga
mína, þá Guðmund frá Dröngum, Ingólf og Asgeir meðan við
biðum veðurs. Þeir gistu hjá Magnúsi Lýðssyni og Elínu Jónsdótt-
ur frá Tröllatungu, sem var móðursystir Ásgeirs. Mig minnir að
Gestur kæmi þangað líka til fundar við okkur. Þarna lenti ég í
mikilli kaffiveislu og líka aftur um vorið, þegar við vorum á
heimleið úr skólanum.
Á miðvikudag var komið sæmilegasta veður. Það var skýjað
loft og lítilsháttar rigning framan af degi. Við félagarnir fengum
okkur flutta á trillu frá Hólmavík yfir að Broddanesi. Þegar við
vorum komnir þar á land og búnir að kveðja ferjumanninn, var
okkur boðið heim á einn bæinn í kaffi með rausnarlegum veit-
ingum. Ég veit ekki enn með vissu hverjir voru húsráðendur
118