Saga - 2015, Síða 45
og samfélags sem megi rekja til siðbótarstarfs Lúthers.3 Til er annað
sjónarmið í þessu efni sem kalla má „samhengis-túlkun“. Hún bygg -
ist á að þrátt fyrir þau umskipti sem vissulega urðu hér er Skál holts -
biskupsdæmi og síðar Hólabiskupsdæmi gengu lútherskri kristni á
hönd hafi gætt umtalsverðs samhengis í íslenskri kirkju sögu á 16.
öld, sem og á öðrum sviðum, er valdi því að ekki megi ýkja breyting -
arnar sem urðu.4
„Samhengis-túlkunina“ má undirbyggja guðfræðilega á þann
hátt að þrátt fyrir siðbótina og klofning miðaldakirkjunnar í kjöl -
farið hafi aðeins komið fram nýjar kirkjudeildir en ekki ný trúar-
brögð. Því gera kirkjudeildir mótmælenda sem fram komu á 16. öld
tilkall til að teljast til hinnar kaþólsku (almennu) kirkju ekki síður en
rómversk-kaþólska kirkjan er til varð sem sérstök kirkjudeild með
kirkjuþinginu í Tridentum, sem stóð með hléum 1545–1563.5 Þessa
frumkvöðull siðbótar á norðurlandi? 43
samfélag“ þar sem ekki voru þær aðstæður sem kerfinu var ætlað að bregð ast
við. vilborg gerir þó skýrari aðgreiningu milli þróunar miðstýrðs konungs -
valds og siðaskiptanna en raun virðist hjá Árna Daníel. vilborg Auður Ísleifs -
dóttir, Byltingin að ofan. Stjórnskipunarsaga 16. aldar (Reykjavík: Hið ís lenska
bók mennta félag 2013), bls. 13. „Rof-túlkunin“ hefur því lifað af hina eldri þjóð -
ernis legu áherslu í sagnfræðinni.
3 Hér er leitast við að nota fjölgreind heiti yfir trúar- eða kirkjusögulega þróun 16.
aldar á grundvelli greinar sem höfundur ritaði um það efni 2014. Hjalti Huga -
son, „Heiti sem skapa rými. Heiti og hugtök í siðaskiptarannsóknum“, Ritið.
Tímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands 3 (2014), bls. 191–229, hér bls. 224 og
226–227.
4 Þessi túlkun ræður t.d. för í umfjöllun Lofts Guttormssonar um siðaskiptin.
Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, kristni á Íslandi III. Ritstj.
Hjalti Hugason (Reykjavík: Alþingi 2000), bls. 9–12. Sjá og gagnrýni Lofts Gutt -
ormssonar og Helga Skúla kjartanssonar á „rof-túlkunina“ eins og hún birtist í
skrifum vilborgar Auðar Ísleifsdóttur um þróun fátækramálefna. Loftur Gutt -
ormsson og Helgi Skúli kjartansson, „Siðaskiptin og fátækraframfærslan. Athuga -
greinar í tilefni af nýlegum útleggingum“, Saga LII:1 (2014), bls. 119–143, hér bls.
119–121 og 142–143.
5 Carsten Bach-Nielsen, „1500–1800“, Kirke historie 2 (kaupmannahöfn: Hans
Reitzels forlag 2012), bls. 179. Skýrt dæmi um „samhengis-túlkunina“ í guð -
fræði legu samhengi má sjá í sjálfsmyndarsmíð sem fram fór á vegum þjóðkirkj-
unnar í tengslum við kristnihátíðina 2000. Sjá karl Sigurbjörnsson, Þjóðkirkja í
þúsund ár (Reykjavík: Biskupsstofa, Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkj -
unnar 1998), bls. 2–4. Lýsingarorðið kaþólskur er dregið af alþjóðlega hugtakinu
katolicitet sem er annað af tveimur kenniteiknum kristinnar kirkju sem talin eru
í Postullegu trúarjátningunni (heilög, almenn kirkja) og eitt af fjórum kenniteikn-
um sem nefnd eru í Níkeujátningunni (ein, heilög, almenn og postulleg kirkja).
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 43