Saga - 2015, Page 46
túlkun má þó rökstyðja út frá öðru sjónarhorni. er þá greint á milli
opinberrar stefnumörkunar og aðlögunar samfélagsins að henni.
Stefnumörkunina má nefna ímynd þar sem hún bendir til aðstæðna
sem stefnt skuli að. Ímyndin er mikilvæg á sviði pólitískrar sögu.
viðtökuferlið má á hinn bóginn kalla raunmynd en það felst í að
stefna yfirvalda nær að setja mark sitt á raunverulegar aðstæður.
Hún er því mikilvæg á sviði félags- og menningarsögu. Frá sögu -
legu sjónarhorni verður ávallt að reikna með að einhver tími líði frá
því stefna er mörkuð, lúthersk kirkjuskipan til dæmis innleidd
(ímynd), þar til stefnunni hefur verið hrundið í framkvæmd og sam-
félagið tekið að laga sig að henni og geti til dæmis talist lútherskt
(raunmynd).6 Þá má líka reikna með að stefna hafi sjaldnast náð
fram að ganga nákvæmlega í þeirri mynd sem yfirvöld ætluðust til
og að oftast megi reikna með frávikum eða aðlögun að breytilegum
aðstæðum. Hér verður gengið út frá „samhengis-túlkuninni“ og
litið svo á að siðaskiptin hafi falist í hæggengari og stigskiptari
þróun en gert er ráð fyrir þegar áhersla er lögð á rofið sem í þeim
hafi falist.
Í ljósi þess sem hér hefur verið sagt þykir rétt að líta svo á að
stefna um að Ísland yrði lútherskt land hafi verið mörkuð við hirð
kristjáns III þegar á fjórða áratug 16. aldar og fyrstu skrefin verið
tekin í þá átt svo fljótt sem verða mátti; 1541 í Skálholtsbiskupsdæmi
og áratug síðar fyrir norðan.7 Þar með hafi lúthersk kirkjuskipan
verið lögfest í landinu og grundvöllur verið lagður að lútherskri
ímynd. Sú þróun er hér nefnd siðaskipti. Því fór þó fjarri að þjóðin
væri þar með orðin lúthersk. Prestarnir voru menntaðir á kaþólsk -
um tíma og voru óviðbúnir, ef ekki fráhverfir, því að breyta um helgi -
siði. Öll hjálpargögn skorti fyrir þá sem vildu þó taka þátt í breyt-
ingum og allur almenningur var mót aður af hugmyndum miðalda
hjalti hugason44
einar Sigurbjörsson, Kirkjan játar. Játningarrit íslensku þjóðkirkjunnar með inngangi
og skýringum eftir dr. Einar Sigurbjörnsson (Reykjavík: Bókaútgáfan Salt 1980), bls.
31 og 53. Upphaflega merkti almennur hér hina alþjóðlegu kristnu kirkju til
aðgreiningar frá hinum staðbundnu söfnuðum. Á síðari hluta 2. aldar var tekið
að nota orðið um þá er héldu fast við hina upphaflegu (postullegu) og sameig-
inlegu kenningu kristinna safnaða til aðgreiningar frá klofningshópum eða
„villutrúarsöfnuðum“. J. N. D. kelly, Early Christian Doctrines, endursk. útg.
(New york: Harper & Row Publishers 1978), bls. 190.
6 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 11.
7 Með siðaskiptum í Danmörku 1536–1539 var teningum varpað um að kon ungur
mundi einnig vinna að siðaskiptum í hjálendunni Íslandi.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 44