Saga


Saga - 2015, Síða 48

Saga - 2015, Síða 48
einkum að nefna hóp ungra mennta- og aðalsmanna með erlend tengsl sem nefna má Skálholtshópinn. Héldu félagar hans til þar á staðnum og unnu að framgangi sjónarmiða sinna.10 Minna hefur farið fyrir þeim sem ekki tóku jafnafgerandi þátt í atburðarásinni, áttu erfiðara með að velja málstað og mótuðu sér afstöðu á löngum tíma eða stóðu einhvers staðar á milli íhaldsmannanna og hinna rót- tæku, nánar tiltekið milli fylgjenda miðaldakirkjunnar og lúthersk- unnar. Afstaða þeirra hefur verið breytileg og þeir hafa ekki myndað samstæða fylkingu. Þeir áttu það þó sammerkt að vera gagnrýnir á ýmsar kenningar og siði miðaldakirkjunnar en þó ófúsir að stíga skrefið út úr henni, sem hinir róttæku gerðu nauðugir viljugir. Í erlendum rannsóknum hafa menn sem þennan hóp fylltu verið kallaðir reformistar til aðgreiningar frá reformatorum (siðbótarmönn- um). Á íslensku mætti nefna þá umbótamenn.11 Séu slíkir menn dregnir fram í dagsljósið má greina hvernig einstaklingar tóku afstöðu til siðaskiptamálsins, hvenær það gerðist, hvaða ástæður lágu þar að baki og hvernig nýjungin, þ.e. lútherskan, smám saman vann á. Í þessari grein verður fjallað um einstakling sem telja verður til þess hóps sem stóð einhvers staðar á milli lúthersku siðbótar- mannanna og andstæðinga þeirra. Hér er átt við Sigurð Jónsson sem var lengst af prestur að Grenjaðarstað í Aðal(reykja)dal en þar var eitt auðugasta prestssetur landsins og var veitt af erkibiskupi á miðöldum. Sigurður var úr innsta hring miðaldakirkjunnar hér þar sem hann var sonur Jóns Arasonar og (fylgi)konu hans Helgu Sigurðar dóttur. Hann gegndi lykilstöðu í biskupsdæmi föður síns og var í hópi helstu trúnaðarmanna hans. Hann tók á hinn bóginn ekki jafnvirkan þátt í vörnum föður síns fyrir miðaldakirkjuna og bræður hans, Ari lögmaður og Björn prestur á Melstað, sem líf - látnir voru með föður sínum. Hann kom að minnsta kosti óbeint til tals í kaup mannahöfn til að ganga inn í svipað hlutverk og Gissur einarsson í Skálholtsbiskupsdæmi. Því má lýsa svo að Gissur hafi komið á lútherskri kirkjuskipan innanfrá og það sæmilega friðsam - lega.12 Þá hélt Sigurður valdastöðu sinni í biskupsdæminu eftir hjalti hugason46 10 vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 139–160, sjá og bls. 359. 11 Hjalti Hugason, „Heiti sem skapa rými“, bls. 195–197 og 226–228. 12 vissulega gætti ófriðar- og ofbeldisskeiða í upphafi og undir lok siðaskiptatím- ans. Sjá Hjalti Hugason, „Siðbót og sálarangist. Um ofbeldi, spennu, átök og hrun á siðbótartímanum“, Skírnir 189 (vor 2015), bls. 53–85. Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.