Saga - 2015, Qupperneq 48
einkum að nefna hóp ungra mennta- og aðalsmanna með erlend
tengsl sem nefna má Skálholtshópinn. Héldu félagar hans til þar á
staðnum og unnu að framgangi sjónarmiða sinna.10 Minna hefur
farið fyrir þeim sem ekki tóku jafnafgerandi þátt í atburðarásinni,
áttu erfiðara með að velja málstað og mótuðu sér afstöðu á löngum
tíma eða stóðu einhvers staðar á milli íhaldsmannanna og hinna rót-
tæku, nánar tiltekið milli fylgjenda miðaldakirkjunnar og lúthersk-
unnar. Afstaða þeirra hefur verið breytileg og þeir hafa ekki myndað
samstæða fylkingu. Þeir áttu það þó sammerkt að vera gagnrýnir á
ýmsar kenningar og siði miðaldakirkjunnar en þó ófúsir að stíga
skrefið út úr henni, sem hinir róttæku gerðu nauðugir viljugir. Í
erlendum rannsóknum hafa menn sem þennan hóp fylltu verið
kallaðir reformistar til aðgreiningar frá reformatorum (siðbótarmönn-
um). Á íslensku mætti nefna þá umbótamenn.11 Séu slíkir menn
dregnir fram í dagsljósið má greina hvernig einstaklingar tóku
afstöðu til siðaskiptamálsins, hvenær það gerðist, hvaða ástæður
lágu þar að baki og hvernig nýjungin, þ.e. lútherskan, smám saman
vann á.
Í þessari grein verður fjallað um einstakling sem telja verður til
þess hóps sem stóð einhvers staðar á milli lúthersku siðbótar-
mannanna og andstæðinga þeirra. Hér er átt við Sigurð Jónsson
sem var lengst af prestur að Grenjaðarstað í Aðal(reykja)dal en þar
var eitt auðugasta prestssetur landsins og var veitt af erkibiskupi
á miðöldum. Sigurður var úr innsta hring miðaldakirkjunnar hér
þar sem hann var sonur Jóns Arasonar og (fylgi)konu hans Helgu
Sigurðar dóttur. Hann gegndi lykilstöðu í biskupsdæmi föður síns
og var í hópi helstu trúnaðarmanna hans. Hann tók á hinn bóginn
ekki jafnvirkan þátt í vörnum föður síns fyrir miðaldakirkjuna og
bræður hans, Ari lögmaður og Björn prestur á Melstað, sem líf -
látnir voru með föður sínum. Hann kom að minnsta kosti óbeint til
tals í kaup mannahöfn til að ganga inn í svipað hlutverk og Gissur
einarsson í Skálholtsbiskupsdæmi. Því má lýsa svo að Gissur hafi
komið á lútherskri kirkjuskipan innanfrá og það sæmilega friðsam -
lega.12 Þá hélt Sigurður valdastöðu sinni í biskupsdæminu eftir
hjalti hugason46
10 vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 139–160, sjá og bls. 359.
11 Hjalti Hugason, „Heiti sem skapa rými“, bls. 195–197 og 226–228.
12 vissulega gætti ófriðar- og ofbeldisskeiða í upphafi og undir lok siðaskiptatím-
ans. Sjá Hjalti Hugason, „Siðbót og sálarangist. Um ofbeldi, spennu, átök og
hrun á siðbótartímanum“, Skírnir 189 (vor 2015), bls. 53–85.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 46