Saga - 2015, Side 75
mörg ár á milli heimsókna þeirra. eftir 1830 urðu þessar heimsóknir
mun tíðari án þess þó að hægt sé að tala um ferðamannastraum.
Þeir ferðamenn sem hingað lögðu leið sína á síðari hluta átjándu
aldar og fyrri hluta þeirrar nítjándu voru yfirleitt vel menntaðir karl-
menn af efri stigum samfélagsins. Þeir ferðuðust gjarnan nokkrir
saman, stundum með aðstoðarmenn eða þjóna með í för, og fóru
víða. Þetta voru því oft könnunar- eða rannsóknarleiðangrar með
vísindalegu yfirbragði. Stundum birtist ferðasaga þeirra á prenti,
myndskreytt, og varð til þess að kveikja áhuga annarra á að ferðast
til hinnar afskekktu eldfjalla- og sögueyjar. Um eiginlega skemmti-
ferðamenn var naumast að ræða fyrr en eftir miðja nítjándu öld.3
Frá og með árinu 1858 voru gufuskip í stað seglskipa í póstsigl-
ingum milli kaupmannahafnar og Reykjavíkur með viðkomu í
Bretlandi, oftast nærri edinborg í Skotlandi en stundum í Liverpool
á englandi. við þetta fjölgaði áætlunarferðum póstskipanna úr fjór-
um, árin 1852–1857, í fimm og stundum sex á ári (flestar yfir sumar-
mánuðina) en á fyrri hluta aldarinnar hafði póstskipið aðeins farið
eina ferð á ári. Gufuskipin voru líka mun þægilegri farkostir og fljót-
ari í förum en seglskip. Þannig tók það gufuskip viku til tíu daga að
sigla milli kaupmannahafnar og Reykjavíkur (með viðkomu í Bret -
landi og Færeyjum) en seglskipin, sem voru miklu háðari veðri,
voru oft tvær til fjórar vikur á leiðinni og stundum lengur. einnig
var byrjað að gefa út áætlanir um ferðirnar eftir að gufuskip komu
til sögunnar.4 Allt hafði þetta mikið að segja fyrir þá útlendinga sem
hugðust ferðast um Ísland og hefur án efa stuðlað að fjölgun ferða -
manna. Um leið varð hópurinn fjölbreyttari og ferðamynstrið ólíkt.
Tími skemmtiferðamennsku var runninn upp.
ferðamannalandið ísland 73
3 Gary Aho, „„Með Ísland á heilanum“. Íslandsbækur breskra ferðalanga 1772 til
1897“, Skírnir 167 (vor 1993), bls. 205–206. Þýð. Jón karl Helgason; Sumarliði
Ísleifsson, Ísland framandi land (Reykjavík: Mál og menning 1996), bls. 11–152 og
155. Sjá einnig Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga Íslands I.–Iv. (Reykjavík:
Ormstunga 2003–2006).
4 Guðjón Friðriksson, Hér heilsast skipin. Saga Faxaflóahafna. Eldri hafnir, Reykjavík,
Akranes, Borgarnes, Hvalfjörður og Grundartangi. Fyrra bindi. ([Akranesi]: Upp -
heimar 2013), bls. 32 og 46; Heimir Þorleifsson, Póstsaga Íslands 1776–1873 ([Reykja -
vík]: Þjóðsaga ehf. 1996), bls. 436–440, 442, 444, 457 og 466; Íslendingur 13. apríl
1863, bls. 182; Lincoln Paine, The Sea and Civilization. A Maritime History of the
World (London: Atlantic Books 2014), bls. 508; Reykjavík 23. apríl 1904, bls. 71.
eftir því sem næst verður komist var danska herskipið Thor fyrsta gufuskipið
sem kom til Íslands, nánar tiltekið til Reykjavíkur í byrjun júlí 1855. Sjá Þjóðólfur
14. júlí 1855, bls. 76.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 73