Saga


Saga - 2015, Page 75

Saga - 2015, Page 75
mörg ár á milli heimsókna þeirra. eftir 1830 urðu þessar heimsóknir mun tíðari án þess þó að hægt sé að tala um ferðamannastraum. Þeir ferðamenn sem hingað lögðu leið sína á síðari hluta átjándu aldar og fyrri hluta þeirrar nítjándu voru yfirleitt vel menntaðir karl- menn af efri stigum samfélagsins. Þeir ferðuðust gjarnan nokkrir saman, stundum með aðstoðarmenn eða þjóna með í för, og fóru víða. Þetta voru því oft könnunar- eða rannsóknarleiðangrar með vísindalegu yfirbragði. Stundum birtist ferðasaga þeirra á prenti, myndskreytt, og varð til þess að kveikja áhuga annarra á að ferðast til hinnar afskekktu eldfjalla- og sögueyjar. Um eiginlega skemmti- ferðamenn var naumast að ræða fyrr en eftir miðja nítjándu öld.3 Frá og með árinu 1858 voru gufuskip í stað seglskipa í póstsigl- ingum milli kaupmannahafnar og Reykjavíkur með viðkomu í Bretlandi, oftast nærri edinborg í Skotlandi en stundum í Liverpool á englandi. við þetta fjölgaði áætlunarferðum póstskipanna úr fjór- um, árin 1852–1857, í fimm og stundum sex á ári (flestar yfir sumar- mánuðina) en á fyrri hluta aldarinnar hafði póstskipið aðeins farið eina ferð á ári. Gufuskipin voru líka mun þægilegri farkostir og fljót- ari í förum en seglskip. Þannig tók það gufuskip viku til tíu daga að sigla milli kaupmannahafnar og Reykjavíkur (með viðkomu í Bret - landi og Færeyjum) en seglskipin, sem voru miklu háðari veðri, voru oft tvær til fjórar vikur á leiðinni og stundum lengur. einnig var byrjað að gefa út áætlanir um ferðirnar eftir að gufuskip komu til sögunnar.4 Allt hafði þetta mikið að segja fyrir þá útlendinga sem hugðust ferðast um Ísland og hefur án efa stuðlað að fjölgun ferða - manna. Um leið varð hópurinn fjölbreyttari og ferðamynstrið ólíkt. Tími skemmtiferðamennsku var runninn upp. ferðamannalandið ísland 73 3 Gary Aho, „„Með Ísland á heilanum“. Íslandsbækur breskra ferðalanga 1772 til 1897“, Skírnir 167 (vor 1993), bls. 205–206. Þýð. Jón karl Helgason; Sumarliði Ísleifsson, Ísland framandi land (Reykjavík: Mál og menning 1996), bls. 11–152 og 155. Sjá einnig Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga Íslands I.–Iv. (Reykjavík: Ormstunga 2003–2006). 4 Guðjón Friðriksson, Hér heilsast skipin. Saga Faxaflóahafna. Eldri hafnir, Reykjavík, Akranes, Borgarnes, Hvalfjörður og Grundartangi. Fyrra bindi. ([Akranesi]: Upp - heimar 2013), bls. 32 og 46; Heimir Þorleifsson, Póstsaga Íslands 1776–1873 ([Reykja - vík]: Þjóðsaga ehf. 1996), bls. 436–440, 442, 444, 457 og 466; Íslendingur 13. apríl 1863, bls. 182; Lincoln Paine, The Sea and Civilization. A Maritime History of the World (London: Atlantic Books 2014), bls. 508; Reykjavík 23. apríl 1904, bls. 71. eftir því sem næst verður komist var danska herskipið Thor fyrsta gufuskipið sem kom til Íslands, nánar tiltekið til Reykjavíkur í byrjun júlí 1855. Sjá Þjóðólfur 14. júlí 1855, bls. 76. Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.