Saga - 2015, Side 80
háðar. Af ýmsum tæknilegum ástæðum er útilokað að finna öll þau
orð sem leitað er að og vegna þess hve tímabilið er langt er hægara
sagt en gert að komast yfir allt efnið. Samt sem áður er á þennan hátt
hægt að draga allgóðar ályktanir um erlenda ferðamenn á Íslandi.
Til hagræðingar verður tímabilinu sem um ræðir, 1858–1914, skipt
í fjóra hluta. Þeir eru mislangir og eru skilin á milli þeirra misskörp.
Þó má greina viss einkenni á hverjum hluta fyrir sig. Fyrsti hlutinn,
1858–1875, sker sig úr að því leyti að þá fylgdust frétta blöðin ná -
kvæmast með komum erlendra ferðamanna og hafa að líkindum
getið um flesta sem til landsins komu. Í öðrum hlutanum, 1876–
1890, er erfiðara að henda reiður á komum ferðamannanna. Það
skýrist að nokkru leyti af fjölgun millilandaskipa; blöðin gátu ekki
lengur með góðu móti fylgst með öllum erlendum gestum. Þriðji
hlutinn, 1891–1900, einkennist af fjölgun ferðamanna, ekki síst þeirra
sem ferðuðust í hópum, en í fjórða og síðasta hlutanum, 1901–1914,
ber mest á ferðamönnum sem komu til landsins með skemmti-
ferðaskipum.
1858–1875: Upphaf skemmtiferðamennsku
Samkvæmt fréttablaðinu Þjóðólfi komu þrettán skemmtiferðamenn
til landsins með póstskipinu sumarið 1858, ellefu breskir og tveir
þýskir. Árið eftir var aðeins getið um einn erlendan ferðamann í
blaðinu en sumarið 1860 voru þeir fimmtán og hafa að líkindum
verið 25–30 talsins árin 1861 og 1862. „Mikið hefur verið hér á ferð
af englendíngum,“ skrifaði Páll Melsteð, ábyrgðarmaður frétta -
blaðs ins Íslendings í Reykjavík, í bréfi til Jóns Sigurðssonar forseta í
lok september 1861.14 Um miðjan ágúst sama ár hafði Íslendingur
sagt frá því að „margir ferðamenn (alls 16), og flestir englendingar,“
hefðu komið með póstskipinu í lok júlí, „enda eru þeir farnir að
venja komur sínar hingað til lands, síðan gufuskipsferðir fóru að
tíðkast …“15 Þótt nútíma Íslendingum kunni að virðast þetta lítill
fjöldi er ekki ósennilegt að árin 1861 og 1862 hafi verið metár í kom-
um erlendra ferðamanna.
arnþór gunnarsson78
ferðamönnum, jafnvel ekki útlendum og innlendum, enda var það ekki
markmið höfundarins. Sjá Heimir Þorleifsson, Póstsaga Íslands 1776–1873.
14 Brjef frá Páli Melsteð til Jóns Sigurðssonar gefin út af Hinu íslenska fræðafjelagi í
Kaupmannahöfn. (kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafjelag 1913), bls. 108.
15 Íslendingur 12. ágúst 1861, bls. 72.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 78