Saga - 2015, Síða 81
Frá 1863 til 1871 virðist heldur hafa dregið úr aðsókninni. Sum
árin voru ferðamennirnir um fimmtán talsins en önnur á bilinu einn
til tíu eftir því sem næst verður komist. ekki er gott að segja hvers
vegna fjölgunin sem varð um 1860 hélt ekki áfram því póstsigling-
arnar héldust í svipuðu horfi á sjöunda áratugnum, með fimm eða
sex póstferðum á ári. Þó má nefna afar óhagstæða veðráttu á árun -
um 1866–1869 en þá rak hvert hafísárið annað með skepnufelli og
vesöld.16 vart þarf að efast um að fréttir af því ástandi hafi spurst til
kaupmannahafnar og þeirra hafnarbæja á Bretlandi sem höfðu bein
tengsl við Ísland, og má mikið vera ef það hefur ekki dregið úr löng-
un útlendinga til að sækja landið heim sér til skemmtunar.
eftir mjög hagstæða tíð á árunum 1870–187217 jukust heimsóknir
erlendra ferðamanna skyndilega sumarið 1872; þá voru þeir rúm lega
50 ef marka má fréttablöðin. Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóð ólfs, taldi
að heimsóknir „þessara enna mörgu enskra og skozkra fyrir manna“
mætti meðal annars þakka miklu tíðari siglingum en áður.18 Sumarið
1873 gæti fjöldi erlendra ferðamanna hafa verið á bilinu 20–30. Þeir
kunna þó að hafa verið talsvert fleiri því nú var orðið erfiðara fyrir
blöðin að hafa yfirsýn yfir alla þá farþega sem komu til landsins með
hinum ýmsu kaupskipum. ekki nóg með að millilandaskipunum
hefði fjölgað heldur sigldu þau á fleiri hafnir en áður og komu jafnvel
við á mörgum höfnum í einni og sömu ferðinni. Útlendir ferðamenn
áttu þess því kost að koma inn í landið á fleiri höfnum en áður.19 eftir
sem áður var Reykjavík fyrsti við komustaður langflestra þeirra.
Árið 1874 var að ýmsu leyti óvenjulegt vegna þess að þá komu
fjölmargir útlendingar til landsins til að vera viðstaddir hátíðarhöld-
in í tilefni af 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar.20 Sumarið 1875 virðast
erlendir ferðamenn aftur á móti hafa verið um 20 talsins samkvæmt
íslensku fréttablöðunum.
Í þeim tölum sem hér hafa verið nefndar eru ekki þeir erlendu
ferðamenn sem komu á einkasnekkjum af ýmsum stærðum og
ferðamannalandið ísland 79
16 Þorvaldur Thoroddsen, Árferði á Íslandi í þúsund ár (kaupmannahöfn: Hið
íslenska fræðafélag 1916–1917), bls. 275–285 og 402–404.
17 Sama heimild, bls. 286–292.
18 Þjóðólfur 12. júlí 1872, bls. 142. Sjá einnig Heimir Þorleifsson, Póstsaga Íslands
1776–1873, bls. 486; Þjóðólfur 26. júní 1872, bls. 129, 131 og 133–134.
19 Þjóðólfur 9. ágúst 1873, bls. 158. Sjá einnig Guðjón Friðriksson, Hér heilsast
skipin, fyrra bindi, bls. 91–92.
20 Þetta kemur glöggt fram í fréttablöðunum, sjá t.d. Þjóðólfur 4. ágúst 1874, bls.
173. Sjá einnig Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga Íslands Iv, bls. 89.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 79