Saga


Saga - 2015, Síða 120

Saga - 2015, Síða 120
III Um leið er það óumflýjanleg þversögn sýningarinnar sjálfrar að ætla gestum að túlka með skapandi hætti það sem fyrir augu ber, en það er réttlæting sýningarhöfunda fyrir því að hafa sárafáa sýnilega skýringartexta eða skýra línulega frásagnarframvindu í uppsetn - ingu sýningargripanna, en setja þeirri túlkun mörk með vali á þem- um og efnistökum hvers sjónarhorns og þeim gripum sem þar eru settir fram til túlkunar. Þannig er gestum ætlað að skilja samhengið sem þeim er sýnt og jafnframt skapa merkingu þess. Þessi framsetning ber keim af þeirri póstmódernísku kenningu að samhengi sé afstætt, það sé sköpunarverk þess sem á horfir en ekki staðreynd í sjálfu sér. Þannig skrifar breski sagnfræðingurinn og póstmódernistinn Alun Munslow að sögulegt samhengi sé hug- arsmíð sagnfræðinga. „When historians name things in the past — usually with the aim of defining their actual nature — they have to put them in a context which they also create … the past does not give any historian that context because that context is imaginatively embedded in the narrative which is also created by the historian“.14 Þetta sjónarmið á vitaskuld ekki eingöngu við um ritaðan texta (né sagnfræð inga fremur en aðra) heldur hvers kyns framsetningu á sögu og menningararfi, hvort sem það er efnismenning, myndmál eða eitthvað annað. Merking efnisins ræðst af samhengi þess og það er ávallt sá sem á horfir og túlkar sem setur það í samhengi, sem aft- ur ræðst að stórum hluta af markmiðum, þekkingarheimi og lífssýn viðkomandi. Sem einstök fyrirbæri hafa þeir gripir, munir, textar og listaverk sem sett eru til sýnis í Safnahúsinu enga merkingu umfram sjálfa sig. Ástarbréf Níelsar Jónssonar frá Gjögri til unnustu sinnar, sem er til sýnis í sjónarhorninu Frá vöggu til grafar, hefur t.d. enga til- tekna víðari skírskotun eða merkingu fyrr en það er sett í samhengi sem vís bending um eitthvað annað. Hvað það er vísbending um er hins vegar ekki fastmótað. Sú merking ræðst af túlkun þess sem horfir á það eða meðhöndlar hverju sinni, merking sem jafnframt getur breyst þegar túlkandinn öðlast nýjar upplýsingar sem breyta sýn hans á viðfangsefnið, líkt og Sigurður Gylfi Magnússon sagn - fræð ingur lenti í þegar hann vann með umrætt bréf og hefur ítrekað gert að umtalsefni í skrifum sínum.15 vilhelm vilhelmsson118 14 Alun Munslow, A History of History (London: Routlege 2012), bls. 60. 15 Sjá t.d. Sigurður Gylfi Magnússon, Wasteland With Words: A Social History of Iceland (London: Reaktion books 2010), bls. 7–13. Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 118
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.