Saga


Saga - 2015, Side 128

Saga - 2015, Side 128
 Nú til dags vill líklega enginn fræðimaður vera orðaður við bók- festukenninguna gömlu, sem Gunnar gerir raunar ágæt skil í bók sinni (bls. 144-148),7 svo fyrstu viðbrögð mín við þessari hugtaka - smíð voru vandlæting. vissulega er þetta gömul umræða og skiljan- legt að Gunnar kjósi að eyða ekki of miklu rými í þrætuepli sem komin eru á fertugsaldurinn í kennslubók sem ætluð er háskólanem- um á 21. öldinni. en umræðan er ekki aðeins gömul heldur sígild. Um efni hennar er ennþá deilt og sennilegt að svo verði áfram. Markmið mitt hér er hvorki að eiga orðaskipti við Gunnar eða Svein - björn um heimildargildi Landnámabókar né að færa fram nokkra eiginlega lausn á vandanum. Ég vil hins vegar árétta að sú aðferð að nálgast heimildir út frá ritunartíma þeirra er ekki ein og sér gagn - rýnisverð afstaða í miðaldarannsóknum. Nemandi sem les bók Gunnars kynni að draga þá ályktun að sá sem geri slíkt sé of strang - ur. Þó að orð Gunnars eigi einkum við um Sveinbjörn Rafns son virðist hæglega mega túlka þau almennt. Það að hann velji af stöðu Sveinbjarnar skammarheitið „nýbókfesta“ ýtir undir þann lesskiln - ing að afstaða hans sé slæm og runnin undan gömlu bókfestunni. enda virðist orðið „nýbókfesta“ kannski helst þannig til komið að það litla sem aðferð Sveinbjarnar á sameiginlegt með bókfestukenn- ingunni sé gert að höfuðatriði, sem sé það að hvorir tveggja eru algjörlega upp á hið ritaða orð komnir og leyfa sér því ekki neitt kukl við kenningar um munnlega geymd sagna. Slík afstaða þykir hin mesta synd nú á dögum og fáir sem þyrðu að gangast við henni. vissulega hefur Sveinbjörn á einum stað sagt að landnámstím- inn „sem þannig var afmarkaður frá um 870 til 930, er skrifborðstil- búningur sem gerður var að söguskoðun,“8 og sennilega ættu fæstir hægt um vik að taka undir svo róttækt sjónarmið. Hér ræðst við - horfið af spurningunni um uppruna textans, sem getur verið stórt þrætuefni í sagnfræði en kemur kannski minna við sögu bók- menntafræðilegra rannsókna sem vilja einblína á innihald textans. Þannig ræðst gildi gagnrýni Gunnars af fræðilegu samhengi. Það skiptir meira máli hver aðhyllist aðferðina en hver aðferðin er. Reyndin er aftur sú að ekki þarf allt að vera á sömu bókina lært í þessum efnum. arngrímur vídalín126 7 Sjá einnig Jón Hnefil Aðalsteinsson, „Íslenski skólinn“, Skírnir 165 (vor 1991), bls. 103–129. 8 Sveinbjörn Rafnsson, „Frá landnámstíma til nútíma,“ Skírnir 162 (haust 1988), bls. 317–329, einkum bls. 319. Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 126
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.