Saga - 2015, Síða 167
Afstaða Gunnlaugs til húsverndar er t.d. ekki ljós. Pétur telur að Gunn -
laugur hafi borið virðingu fyrir „merkum byggingum fyrri tíðar“ (bls. 155)
en ekki er ljóst hvort það átti við gömlu timburhúsin í Reykjavík. Gunn -
laugur tók þátt í samkeppnum um byggingar í miðbænum, þar sem gert var
ráð fyrir að timburhús við Tjörnina vikju fyrir módernískum nýbyggingum
(bls. 130 og 136), en tjáði sig annars lítið um verndun byggðar (sbr. athuga-
semd höfundar bls. 138).
Meginatriðin í afstöðu Gunnlaugs til byggingarlistar virðast þó liggja
ljós fyrir, einkum tvö atriði sem verða að leiðarstefjum bókarinnar. Hið fyrra
er eindreginn módernismi Gunnlaugs sem meðal annars fól í sér að hann
hafnaði öllu daðri við eldri stíltegundir. Pétur segir í niðurlaginu að
Gunnlaugur hafi í byggingum sínum gert þá „kröfu að þær væru sannur
vitnisburður um samtíð sína“. Hann hafi verið næmur á þau gildi sem eru
hafin yfir tísku og tíma, gefið lítið fyrir þjóðlegar skírskotanir í byggingarlist
en borið virðingu fyrir merkum byggingum fyrri tíðar (bls. 155). Þessa álykt-
un byggir hann fyrst og fremst á verkum Gunnlaugs en líka þeim rituðu
heimildum og viðtölum sem tiltæk eru. Árið 1953 var t.a.m. haft eftir Gunn -
laugi, í tímaritinu Vaka, að nýleg bygging Landsbankans á Selfossi væri
„steingervingur“ byggður „í 400 ára gamalli stíltegund“ (bls. 163). Módern -
ískur arkitektúr var þó annað og meira en tiltekinn stíll. Hann átti að vera
mótandi samfélagslegt afl. Þetta virðist hafa verið Gunnlaugi mikilvægt. Í
fyrirlestrinum frá 1978 segir hann að margir þeirra eldri hafi „tekið þessari
nýju stefnu — eins og nýjum móð — nýjum stíl — en þeim ungu sem uxu
úr grasi byggingarlistar á 3. áratugnum var þetta heilög köllun og lífsskoð -
un og ekki ópólitísk.“ Þeir yngri vildu „byggja fyrir alþýðuna, og göfugt
verk efni var það eitt sem réðst af nauðsynlegum þörfum, og við höfðum
skömm á óhófi og ofrými.“ (bls. 160). Gunnlaugur virðist því hafa haft ánægju
af því að glíma við að byggja vel yfir þá sem höfðu lítil efni. Í viðtali við
Tímann árið 1963 lætur hann hafa eftir sér að „gildi byggingar felst í því að
hún þjóni þörfum þess sem maður byggir fyrir, en ekki óhófsþörfum hans“.
Þess vegna sé „ekki síður skemmtilegt að byggja hagkvæman verkamanna-
bústað heldur en auðmannasetur“ (bls. 154).
Hitt leiðarstef bókarinnar er andstaða Gunnlaugs við það sem hann
kallaði „ríkiseinokun á opinberum verkefnum“, þ.e.a.s. opinberan teiknistofu -
rekstur sem honum fannst vera helsti dragbítur á þróun íslensks arkitektúrs
(bls. 37, 48 og víðar). Gunnlaugur starfaði sjálfstætt alla tíð og var talsmaður
þess að efnt væri til samkeppni um opinber verk. Hann var aldrei embættis -
maður og naut þar með ekki, eins og Pétur segir í niðurlagi bókarinnar, „póli-
tískrar verndar“ eða „forgang[s] að öllum mikilvægustu verkefnum á sviði
skipulags- og byggingarmála“ (bls. 155). Inn í þetta fléttast svo vægast sagt
tvíbent afstaða Gunnlaugs til húsameistara ríkisins, Guð jóns Samúels sonar
(sjá t.d. bls. 75–76, 104 og 159 þar sem Gunnlaugur kallar stuðlabergið „mein-
vætt“ sem hafi „helriðið íslenskri byggingarlist“).
ritdómar 165
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 165