Saga - 2015, Side 175
átti sér stað“. Og hér sjáum við að listakonan notar raunverulega liðna
atburði — því augnablikin á myndunum voru fönguð á Íslandi á sínum
tíma — til að skálda ímyndaðar minningar í marglaga formrænum og
áhugaverðum leik.
eitt er að fá góða hugmynd og viða að sér efni, eins og Nina Zurier
gerði, annað að setja það fram á jafn markvissan hátt og hún gerir. Með
þeim árangri að áhorfandinn stígur inn í skýrt mótaðan myndheim lista-
mannsins þar sem hver ljósmynd er áhugaverð á sinn hátt, og hyllir þannig
sýn ljósmyndarans sem tók hana, en Zurier gerir myndirnar jafnframt að
hráefni fyrir eigin verk.
„Gæði myndanna sjálfra voru mikilvægust og margar þeirra eru ein-
staklega fallegar,“ sagði hún í Morgunblaðsviðtalinu. Fyrst hugðist hún ein-
ungis vinna með smáatriði úr ljósmyndunum og leitaði að ákveðnum form-
rænum eiginleikum sem töluðu saman milli mynda. Að lokum valdi hún þó
að fara þá velheppnuðu leið að sýna saman á opnum bókarinnar frummynd
ljósmyndara óskorna á vinstri síðunni, með nafni höfundar og staðsetningu,
en á þeirri hægri vel valda hluta sömu myndar stækkaða. Óskornar ljós-
myndirnar vinstra megin eru minni og fljóta á síðunni en smáatriðin sem
tekin eru út úr þeim eru stærri, nánast blæða á hægri síðunum og fá þannig
mikið vægi.
Á fyrrnefndri ljósmynd eftir Lilý Guðrúnu, af konunni á gamlárskvöld,
taka áhorfendur líklega fyrst eftir alvarlegu yfirbragði hennar. en Zurier
horfir annað; hún stækkar upp neðri hluta líkamans og neðri hluti kjólsins
þekur mestallan rammann; efst hvíla hendur í kjöltu og neðst gægist glitr-
andi skór undan faldinum. Þetta er nánast abstrakt-myndrammi sem
skorinn er úr hversdagslegri en þó vel tekinni gamlársdagsmynd. Næsta
ljósmynd bókarinnar er eftir sama höfund og sýnir tvö börn stilla sér upp
við tré í sólbjörtum garði. Á stækkuðu myndinni er farið nær stúlkunni til
hægri; efst í vinstra horninu er stök hönd á trjábol — er það hönd hennar
eða einhvers annars? — og sérkennilegir vasar á heimagerðum smekkbux -
um fanga athyglina. Í ljósmynd af skíðafólki er búið að stækka upp mjúk
abstraktform í landslaginu og í mynd af ungri stúlku, sem heldur stolt í
tauminn á mun stærri hesti, er höndin sem heldur um mélin upp við snoppu
hestsins stækkuð og mynda hestshausinn og handleggurinn forvitnilegan
þríhyrning á móti hvítum og óskörpum línum í girðingu aftar á myndflet-
inum. Þannig eru smáatriði blásin upp í hverri ljósmyndinni af annarri:
upplýst snjódrífa, fótleggir í skautum sem speglast í ís, kókflöskur og kaffi-
könnur á borði, unga ljós hærða konan á kápumyndinni sem hleypur á
pinnahælum eftir Austur stræti, sveiflandi handtöskunni. Þetta er heillandi
úrvinnsla og jafnframt fersk endurvinnsla á ljósmyndum sem voru teknar á
Íslandi fyrir hálfri öld. Höfundar þeirra eru misjafnlega kunnir. Sumir, eins
og Gunnar Rúnar Ólafs son, Sveinn Þormóðsson, Pétur Thomsen, Ari kára -
son og Gunnar v. Andrésson, hafa verið og eru jafnvel enn í framlínu at -
ritdómar 173
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 173