Saga


Saga - 2015, Page 177

Saga - 2015, Page 177
mikla og Hvítramannaland og flutti Beauvois þónokkra fyrirlestra um það efni á þingum fræðimanna í Ameríkufræðum á síðari hluta 19. aldar og fyrstu árum 20. aldar. Þar kemur m.a. fram að Beauvois staðsetti vínland á svipuðum slóðum og Páll Bergþórsson veðurfræðingur gerði síðar, í ná - grenni New york (sjá kort á bls. 15). Þessi ágæti fræðimaður er nú að mestu gleymdur og á kristján hrós skilið fyrir að draga rannsóknir hans fram. einnig er hér ýtarleg umfjöllun um hugmyndir og kenningar fræðimanna á 19. öld um það hvernig siðir, venjur og frásagnir dreifðust milli þjóða og er þessi kafli allur hinn fróðlegasti. Því næst er kafli um aðferðafræði rannsóknarinnar. kristján telur að þverfagleg nálgun henti viðfangefninu best. Samvinna og samræður vís- indamanna úr mörgum fræðigreinum um efnið — fólks úr fornleifafræði, sagnfræði, bókmenntum og náttúruvísindum — séu líklegastar til árangurs. Í því sambandi ræðir hann meðal annars hugmyndir karls Poppers um hvað geti talist vísindalegar kenningar og hvort mögulegt sé að sanna þær eða afsanna. Þetta er óneitanlega skynsamleg nálgun. Þriðji kaflinn fjallar um papaörnefni og þar er gagnlegt yfirlit yfir papa - nöfn á Íslandi, í Færeyjum, á Hjaltlandi og Orkneyjum, á katanesi og í Suður - eyjum. Niðurstaða kristjáns er að flest séu þessi nöfn af norrænum toga og tengist landnámi norrænna manna á þessum slóðum. Hann veltir því hins vegar fyrir sér hvort nöfnin geti verið tengd eldri kristinni búsetu. Það er athyglisvert að papanöfnin eru nokkurn veginn jafndreifð um skosku eyj- arnar en eru í klösum á Íslandi og í Færeyjum. kristján dregur einnig fram örnefnið Papper á Papøy í Austfold í Noregi en við nánari athugun kom í ljós að þetta er náttúrunafn og þýðir geirvarta eða brjóst. kristján telur upp öll papaörnefni á Íslandi, sem er einkum að finna á austurhluta landsins. Hann bætir þó við tveimur á Suðurlandi, Papakrossi í vestmannaeyjum og Papahelli, en bendir réttilega á að þau nöfn geti verið ný. Staðreyndin er nefnilega sú að flest ef ekki öll tengsl milli papa og hellanna á Suðurlandi eru frá fyrri hluta 20. aldar og virðast hafa orðið til eftir að rann- sóknir þeirra einars Benediktssonar og Brynjúlfs frá Minna-Núpi komu út. Hvergi í eldri heimildum eru hellarnir tengdir pöpum. Svo dæmi sé tekið fjallar Bogi Th. Melsteð nokkuð ítarlega um papa í Íslendinga sögu sinni og dregur þar fram allt sem þá var um papa vitað en tengir þá hvergi við hellana. Bogi var fæddur og uppalinn á Suðurlandi og vissi án ef af hellunum. Næsti hluti fjallar svo um jörðina Seljaland og umhverfi hennar. kristján velur hana vegna þess að hann telur jörðina mjög gamla og einmitt þar stendur hnífurinn í kúnni. Seljalands sem bújarðar er ekki getið fyrr en í kirkjumáldaga frá 1332 en hins vegar eru í Landnámu nefnd tvö örnefni tengd Seljalandi, Seljalandsár og Seljalandsmúli. Nú er það svo að örnefnið Seljaland þýðir einfaldlega landsvæði þar sem eru sel og það segir ekkert um fasta búsetu þar þótt þar sé að finna örnefni tengd seljabúskap. Þar fyrir utan eru elstu varðveittar útgáfur af heimildinni fyrir þessum örnefnum 175 Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 175
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.