Saga - 2015, Blaðsíða 178
aðeins nokkrum áratugum eldri en máldaginn. Það verður því að segjast
eins og er að hér þykir mér djarft leikið án nánari rannsóknar.
Síðustu þrír kaflarnir fjalla um hina eiginlegu rannsókn, í fyrsta lagi á
kverkarhelli, í öðru lagi á jarðvegslögum á Seljalandi og svo á krossunum í
Seljalandshelli, og eru niðurstöðurnar allrar athygli verðar. kristjáni tókst
að finna það sem hann telur vera útgröft úr kverkarhelli í sniði fyrir framan
hellismunnann og sýnir fram á að hann er undir landnámsgjóskulaginu; þar
á milli séu nokkrir sentimetrar af mold og er niðurstaða hans sú, út frá
þykkt þeirra jarðlaga, að hellirinn hafi verið grafinn út um 800. Hér er vert
að hafa varann á sér. kverkarhellir stendur hátt í hlíð og brött brekka er upp
að honum. Móbergið sem hellirinn er höggvinn í er talsvert morkið og hefur
víða hrunið úr móbergsklettinum utan við hellismunnann. yfir hellinum er
svo jarðvegur. ekki þarf nema góða spýju af mold að vori, í suðvestanleys-
ingum, til að mynda allþykkt moldarlag í brekkunni fyrir framan hellinn.
Það má því bæði efast um að bergmylsnan í sniðinu sé útgröftur og að unnt
sé að draga miklar ályktanir út frá jarðvegsþykknun þarna í brekkunni við
hellinn. Rétt er þó að taka fram að kristján telur að unnt sé að greina mun -
inn á þeirri steinmylsnu sem grafin hefur verið út úr hellinum og því sem
hrunið hefur úr berginu með náttúrulegum hætti.
Reyndar er sérkennilegt að kristján skuli velja kverkarhelli til að gera
rannsókn sína því Þrasi, þriðji hellirinn á Seljalandi, nokkur hundruð metr-
um austar, er mun vænlegri kostur ef gera skal fornleifarannsókn og taka
jarðvegssnið. Fyrir framan hann er aflíðandi brekka þar sem yfirborðið
hefur ef til vill verið sléttað, en líklegt er að eldri jarðlög og útmoksturinn úr
hellinum séu þar undir óhreyfð. Innsti hluti hellisins hefur líka hrunið og
hann verið tekinn úr notkun í kjölfarið; því er líklegt að undir hruninu á
gólfinu séu leifar sem byggja megi á til að greina notkun hellisins. kverkar -
hellir hefur hins vegar verið grafinn hreinn, ofan í hart gólf, á hverju vori
meðan hann var notaður undir sauðfé og þinghald. Þar er því lítið að finna.
Niðurstöður kristjáns og félaga á jarðveginum við Seljaland eru mjög
athyglisverðar. Hann telur þær benda til að búseta hafi verið á svæðinu fyrir
870 en síðan hafi hún lagst af. Hann birtir skýringarmyndir því til sönnunar,
annars vegar eins og yfirborðið var 870 og hins vegar 920. Á seinni mynd -
inni má sjá skýr för eftir trjáboli, en allt slíkt vantar í fyrri myndina og telur
hann það benda til að landið hafi verið rutt. Fyrir leikmann í jarðvegs -
fræðum er þetta sannfærandi þótt efast megi um að förin sem fundust í
jarðlögum frá því fyrir 870 séu eftir búfé.
Síðasti kaflinn fjallar svo um þann aragrúa krossa sem er að finna á veggj-
um Seljalandshella. Í því sambandi birtir kristján heilmikið efni um krossa,
einkum frá norðurhluta Bretlandseyja, með samanburði við íslensku kross -
ana. Þetta er hinn gagnlegasti kafli en þó hefði hann orðið enn sterkari ef meira
hefði verið sýnt af samanburðarefni. Niðurstaða kristjáns er sú að greina megi
ákveðin tengsl milli krossanna í Seljalandshellum og skosku krossanna.
ritdómar176
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 176