Saga - 2015, Síða 179
Því miður er það svo að tegundargreiningar af þessu tagi eru síður en
svo áreiðanlegar. krossristur eru mjög algengar og í þessu tilfelli nokkuð
augljóst að krossarnir eru misgamlir og sumir líklega mjög ungir; einn hefur
því hermt eftir öðrum og rist kross. Höfundi þessara orða kemur til dæmis
í hug dularfull rúnarista sem er fyrir ofan innganginn í Traðarholtshelli í
Flóa og erfiðlega gekk að ráða. Nánari fyrirspurnir leiddu í ljós að þetta
voru fangamörk þriggja pilta sem voru þarna í sveit á fyrri hluta 20. aldar.
ef nota á krossana og aðrar ristur í manngerðu hellunum á Íslandi til að
sýna tengsl við aðrar menningarheildir þarf að sýna fram á aldur þeirra og
tengsl með áreiðanlegri hætti en tengundagreiningu. Það er þó ekki hlaupið
að því í mannvirkjum sem hafa verið í notkun í margar aldir.
Flestir munu nú á þeirri skoðun að 872–874 séu ekki heilög ártöl um
landnám Íslands. Niðurstöður úr fornleifarannsóknum, m.a. í Aðalstræti í
Reykjavík, benda til búsetu þar nokkru fyrr. Rannsóknir kristjáns styrkja
þessar niðurstöður. Þótt draga megi í efa, með nokkuð gildum rökum, að
búseta hafi verið á Seljalandi frá því um 800 þá virðist ljóst að þar hafa menn
eitthvað verið að bardúsa fyrir 870 ef ályktanir kristjáns út frá jarðvegsrann-
sóknunum eru réttar og mylsnan fyrir framan kverkarhelli útgröftur úr
hellinum. krossarnir vísa líka óneitanlega í átt til Bretlandseyja þótt ekki sé
hlaupið að því að sanna það, svo vel sé, að svo stöddu.
Manngerðir hellar eru meðal merkustu fornminja á Íslandi en allt of
litlar fornleifarannsóknir hafa verið gerðar á þeim. Rannsóknarniðurstöður
kristjáns Ahronsonar og félaga eru spennandi og gefa ákveðnar vísbending-
ar sem nauðsynlegt er að fylgja eftir. er það einlæg von mín að honum takist
að halda þeim áfram, fá skýrari niðurstöður á Seljalandi og síðast en ekki
síst gera samanburðarrannsóknir á öðrum svæðum.
Guðmundur J. Guðmundsson
Sigurjón Árni eyjólfsson, TRÚ, vON OG ÞJÓÐ. SJÁLFSMyND OG
STAÐ LeySUR. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 2014. 552 bls.
Útdráttur á ensku, skrár og skýringarmyndir.
Trú, von og þjóð er efnismikil bók hvernig sem á hana er litið. Hún er vel á
sjötta hundrað blaðsíður á lengd og byggir á þrotlausum rannsóknum höf-
undar á fjölbreyttum heimildum, bæði fræðiritum og frumheimildum, eink-
um þýskum og íslenskum. Sýn höfundar á efnið er líka víð, enda segir
Sigur jón Árni að viðfangsefni ritsins sé „í senn guðfræðilegt, sagnfræðilegt
og heimspekilegt. Það hverfist um þjóðríkishugtakið og sjálfskilning ís -
lenskr ar þjóðar frá 19. öld og fram til þessa dags, en einnig um grundvöll
ríkisvalds, tilvistarstöðu mannsins og hlutverk kristninnar“ (bls.19). Slíku
ritdómar 177
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 177