Saga - 2015, Page 181
jarðneska var þó nauðsynleg til að annars vegar réttlæta skyldu mannsins
til að hlýða veraldlegum yfirvöldum, og þá jafnvel þeim sem ekki voru
kristin, og til að sætta manninn við að hann lifir í föllnum heimi — guðsríki
er ekki á jörðu heldur himni. Þess ber þó að geta að kristin kenning gengur
út frá þeirri grundvallarhugmynd að einhvern tíma í framtíðinni sameinist
ríkin tvö í eitt fyrir atbeina guðs, því að á hinsta degi verða hinir réttlátu
frelsaðir undan oki syndarinnar og þúsundára ríkið tekur við. Þar með, en
aðeins þá, er aðskilnaður ríkjanna tveggja á enda. Þessi hugmynd tengir
saman hugtökin staðleysa og eskatólógía (kenningin um hina síðustu tíma),
því að bæði snúast þau um leið mannsins til hins fullkomna heims. Í kenn-
ingum um staðleysu er teiknuð mynd af fyrirmyndarríkinu, eða hinu full-
komna samfélagi, sem annaðhvort er staðsett í ákveðnu rými (sem ímyndað
fjarlægt land eða eyja), eða í tíma sem takmark samfélagsþróunar. Slíkar
hugmyndir eiga sér langa sögu, en taka á sig nýja mynd á 18. og 19. öld með
upplýsingarstefnu og þróunarkenningum. Þá festist í sessi sú vissa að
mann legt samfélag þróist í átt til stöðugt meiri fullkomnunar. Marxisminn
er dæmi um slíkar kenningar (bls. 231–241), og sama má reyndar segja um
ýmsar hugmyndir um „nútímann“ á 20. öld. eskatólógían vísar aftur á móti
til fyrirheita kristinnar trúar um heimsslit og upphaf þúsundára ríkisins.
Þetta gerist ekki fyrir mannlega tilverkan, heldur er algerlega á valdi guðs.
„Staðleysan greinir sig þannig frá fagnaðarerindinu og guðsríkishugsun
Nýja testamentisins. Fagnaðarerindið greinir frá því sem manninum er gefið
og fjallar ekki um það sem honum ber að gera eins og gert er í staðleysunni“
(bls. 209). Skilin á milli staðleysu og eskatólógíu eru þó ekki alltaf skýr, og
hefur þýski guðfræðingurinn Martin Honecker bent á þá hættu „sem virðist
fylgja staðleysunni að hún fari yfir sett mörk og leiðist út í messíanarhug-
myndir. Staðleysan verður þá að „veraldarvæddri eskatólógíu““ (bls. 110).
Þetta er það sem Sigurjón Árni kallar einríkiskenningu; þ.e. ekki er lengur
talað um tvö aðskilin ríki — jarðríki og guðsríki — sem sameinast fyrst á
hinsta degi, heldur á maðurinn von á að ná, fyrir eigin tilverknað, sæluvist-
inni í fyrirmyndarríkinu hér á jörðu.
Þessar guðfræðilegu pælingar eru nauðsynlegar til að skilja röksemda-
færslu Sigurjóns Árna. Táknheimur trúarinnar, hefur hann eftir guðfræð -
ingnum Friedrich Wilhelm Graf, kemur „reglu á margslunginn og þver -
stæðukenndan veruleika mannsins“, um leið og sú tilhneiging að þjóðin sé
„gerð að æðsta viðmiði stjórnmálanna“ eigi sér trúarlegar rætur (bls. 65–66).
Þetta má sjá í verkum Jóns Jónssonar Aðils, segir Sigurjón Árni um einn
helsta sögusmið íslenska þjóðríkisins, því að hann setur sögu íslensku
þjóðarinnar í „hjálpræðislegt samhengi“. Jón nýtir sér, heldur Sigurjón Árni
áfram, „trúarleg minni í framsetningu sinni og er þar að finna eskatólógíska
þætti og beinar skírskotanir til þeirrar sýnar staðleysunnar að þjóðríkið sé
ríki Guðs“ (bls. 284). Greining Sigurjóns Árna á bók Jóns, Íslenzkt þjóðerni, er
nýstárleg og sannfærandi. Sýnir hann t.a.m. fram á tvöfalda kristsgervingu
ritdómar 179
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 179