Saga - 2015, Side 183
ernisstefnu — og þau áhrif sem þessi tengsl höfðu á boðun þjóðkirkjunnar. Í
ritum fyrstu kynslóðar íslenskra nýguðfræðinga var Lúter kynntur sem frels-
ishetja, enda sóttu þeir innblástur í skrif lúterskra kennismiða í Þýskalandi,
um leið og þeir lögðu sig fram um að aðlaga lúterskar kenn ingar að íslenskri
þjóðernisstefnu. „Í framsetningu hans“, segir Sigurjón Árni um skrif Jóns
Helgasonar biskups, „mætti líkja þjóðkirkjunni við sál þjóðarinnar eða alla
vega anda hennar. Þjóðkirkjan á sem slík að vera farvegur menningar hennar,
en ríkisvaldsins er að axla byrðar veraldlegrar velferðar hennar“ (bls. 337).
Þannig reyndi Jón að skrifa tveggjaríkjakenningu Lúters inn í íslenska þjóð -
ernisorðræðu. Áherslan á Lúter rímaði þó illa við þjóðernissinnaða sögu -
skoðun á Íslandi, því að þar var gjarnan litið á siðaskiptin á 16. öld sem upp-
haf verstu hörmunga íslensku þjóðarinnar. Lúterskunni var þvingað upp á
Íslendinga af erlendu konungsvaldi, að því að sagt var, og við siðaskiptin
varð kirkjan trúr þjónn Danakonungs frekar en sjálfstæð stofnun gagnvart
ríkisvaldinu. Í skrifum Jóns Aðils birtast þessi tímamót því sem táknrænt
syndafall þjóðarinnar og upphaf aldalangs niður lægingartímabils hennar —
um leið og síðasta íslenska kaþólska biskupnum á þessum tíma, Jóni Ara -
syni, er lýst sem píslarvotti í baráttu þjóðarinnar gegn konungsvaldinu (bls.
294–295). Þetta stef varð ríkjandi í íslenskri þjóðernisorðræðu á 20. öld, um
leið og farið var að líta á tíma lúterska rétttrúnaðarins, 17. og 18. öldina, sem
helsta táradal Íslandssögunnar. Þá varð menningarlífið gegnsýrt af „dansk-
lútersku andrúmslofti Siðbótarinnar“, skrifaði Halldór Laxness, og „okkur
steypt í eymd og barberí meiren áður hafði viðgeingist í sögu landsins og
riðu þar húsum málpípur lútersku heresíunnar“ (bls. 365). Annar íslenskur
menningarpáfi, Sigurður Nordal, var sama sinnis, en hann taldi „að þegar
upp [væri] staðið hafi siðbótinni á Íslandi fylgt meira illt en gott“ (bls. 470).
Nýguðfræðin varð fyrir sterkum áhrifum frá þessari afstöðu til lútersk-
unnar, segir Sigurjón Árni: „Okið sem þjóðernisstefnan íslenska tengdi við
dönsk yfirráð á 17. og 18. öld var heimfært af frjálslyndu guðfræðinni á
synda- og friðþægingarkenningu lúthersks rétttrúnaðar sama tímabils“ (bls.
448). Um leið verða nýguðfræðingar feimnir við að halda kenningum Lúters
um ríkin tvö á loft, og nálgast lýsingar þeirra á þjóðríkinu Ísland þúsundára
ríkinu í kristinni orðræðu. Fylgdu þeir þar sömu tilhneigingu og má sjá í
flestum þjóðernishreyfingum, skrifar Sigurjón Árni: „ef sett er inn nafn
viðkomandi þjóðríkis má rekast á fullyrðinguna „Ísland — Guðsríki“ þ.e.a.s.
„X — Guðsríki“ í orðræðu flestra þjóðernisstefna“ (bls. 434). Tekur Sigurjón
Árni einkum málflutning Ásmundar Guðmundssonar prófessors og bisk -
ups og sr. Benjamíns kristjánssonar frá því um miðja síðustu öld sem dæmi
um þetta, en hinn fyrrnefndi setti „þjóð og kristni í eitt“ (bls. 433). „vegna
þess að „Guð hefir gefið okkur þetta fagra land fyrirheitanna til þess, að það
verði ríki hans““, skrifaði Ásmundur eitt sinn, og var guðsríki þar með stað -
sett á Íslandi. „Þessi útópíska sýn hefur á sér yfirbragð einríkiskenningar-
innar“, segir Sigurjón Árni, „en athyglisvert er að Ásmundur staðsetur hana
ritdómar 181
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 181