Saga - 2019, Blaðsíða 12
börn. Þar vann hún allt til ársins 1915 þegar hún var ráðin til Ólafs
Magnússonar ljósmyndara í eitt ár og fór síðan utan í framhaldsnám
til Danmerkur og Englands. Þegar heim kom setti hún á fót áður-
nefnda ljósmyndastofu að Laugavegi 11 ásamt Sigþrúði og Önnu
Jónsdóttur. Hana starfræktu þær í fjögur ár en seldu síðan Jóni
Kaldal ásamt plötusafni. Jón gaf Þjóðminjasafni Íslands plötusafnið
árið 1954 en í því eru 4.816 skráð númer.6
Myndin af Steinunni og Sigþrúði er í einkasafni Jóhönnu sem
varðveitt er á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Pétur Jónsson, bróður-
sonur Jóhönnu, afhenti safnið árið 2017 en það hafði þá legið í
geymslu í um 50 ár.7 Það inniheldur ýmiss konar myndir sem virð -
ast flestar frá fyrsta og öðrum áratug tuttugustu aldar. Þar á meðal
eru ýmsar portrett- og hópmyndir af Jóhönnu, vinum hennar og
fjölskyldu. Eiginmaður hennar, Helgi Hermann Eiríksson, verkfræð -
ingur og skólastjóri, kemur fyrir á allmörgum myndanna en einnig
vinkonurnar og samstarfskonurnar Sigríður, Sigþrúður og Stein -
unn.8
Við vitum ekki við hvaða aðstæður myndin var tekin en aldur
fyrirsætanna, hár- og fatatískan gefur til kynna að hún sé tekin ein-
hvern tímann á árunum 1906–1915 þegar Steinunn, Sigþrúður og
Jóhanna unnu á Ljósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar.9 Við getum
einnig ráðið ýmislegt af umgjörð myndarinnar. Af lýsingunni að
dæma er hún tekin á ljósmyndastofu, líklega hjá Pétri, en bakgrunn-
urinn, dyratjöldin, er þó ekki hefðbundinn fyrir ljósmyndastofur.10
Það eru engin dæmi um viðlíka bakgrunn á varðveittum ljósmynd-
um frá Ljósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar eða Sigríði Zoëga og
Co. Dyratjöldin voru yfirleitt notuð sem skilrúm milli borðstofu og
stássstofu á heldri heimilum og sú skírskotun til einkarýmis undir-
strikar þá nánd sem ríkir milli kvennanna. Myndin stingur einnig
að mörgu leyti í stúf við hefðbundnar mannamyndir sem teknar
íris , hafdís erla og ásta kristín10
6 Inga Lára Baldvinsdóttir, Ljósmyndarar á Íslandi, bls. 232.
7 Tölvupóstur frá Gísla Helgasyni til Írisar Ellenberger 6. mars 2019.
8 LR. Jóhanna Sigþrúður Pétursdóttir 2017 15 001–208.
9 Svipuð niðurstaða fæst þegar myndin af Steinunni og Sigþrúði er borin saman
við myndir af starfsfólki á ljósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar frá 1908 og
1910. Sjá: Æsa Sigurjónsdóttir, „Sigríður Zoëga ljósmyndari í Reykjavík“, bls.
13; „Draumurinn er að gefa þetta út“, Morgunblaðið 26. júlí 1987, bls. 28.
10 Tölvupóstur frá Ingu Láru Baldvinsdóttur til Írisar Ellenberger 22. febrúar
2019.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 10