Saga - 2019, Blaðsíða 112
tímabilinu 1620–1650 voru morð. Ekki verður séð að neinar laga-
breytingar hafi tengst þessu, né heldur einhvers konar breytingar á
dómaframkvæmd. Víg lögðust einfaldlega af.
Orsakir þessarar miklu breytingar virðast vera nokkuð skýrar.
Um 1537 hófust siðaskiptin hér á landi með skipan nýs hirðstjóra af
hálfu hins lúterska ríkisvalds. Næstu 14 árin yfirskyggði baráttan
milli kaþólskunnar og lúterskunnar allt annað og virðast engin
mannvíg hafa átt sér stað á þeim tíma (vissulega voru ýmsir drepnir
í átökum siðaskiptanna, en það voru ekki mannvíg með víglýsing -
um og eru ekki til umræðu hér). Eftir 1551 breytti upptaka jarðagóss
kaþólsku kirkjunnar á vegum konungsvaldsins í framhaldi af siða -
skiptum 1542–1550 stöðu íslenskra jarðeigenda gagnvart ríkisvald-
inu. Þeir urðu nú lykilstarfsmenn ríkisvaldsins, fengu og ráku stór
jarðagóss í eigu þess, fyrrum klausturgóss, og öðluðust þar með
nýja stöðu í ríkinu sem þjónustumenn konungs. Verndarkerfi voru
ekki lengur sjálfstæðar einingar á sama hátt og á fimmtándu öld,
eins konar smáríki sem börðust sín á milli, heldur voru forystumenn
þeirra nú orðnir hluti af öðru og stærra verndarkerfi, danska kon-
ungsveldinu.
Einnig er athyglisvert hversu ólík menning virðist hafa ríkt hér
á landi miðað við Norðurlönd. Nær engar heimildir eru frá Íslandi
um manndráp meðal almennra bænda á tímabilinu 1540–1650, ef frá
eru skilin morð Axlar-Bjarnar og örfá önnur. Slík dráp voru algeng
á Norðurlöndum og þurfti sérstakt átak af hálfu ríkisvaldsins á
sautjándu öld til að ná tökum á þeim. Manndráp á vegum yfirstétt-
arinnar lutu þar öðrum reglum en manndráp meðal bænda. Ein lög
virðast hins vegar hafa ríkt hér á landi fyrir alla.
Abstract
árni daníel júlíusson
FROM MANSLAUGTHER TO MURDER
Lethal violence in Iceland from the fifteenth to the seventeenth centuries
There were significant changes to the Icelandic culture of violent, particularly
lethal, conflict around the mid-sixteenth century. Up until that point, human slay-
ings were relatively common and almost all related to arguments between secular
chieftains, i.e. landowners, about wealth and power. Sometimes the killings were
linked to strife between patron-client systems. Sources from 1450–1540 mention a
total of 52 slayings, or more than one death every second year. This figure began
árni daníel júlíusson110
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 110