Saga - 2019, Blaðsíða 75
kvennablöðin fögnuðu. Í Húsfreyjunni segir: „Loksins hefur sá
atburður gerst, að kona hefur samið og varið doktorsritgerð við
Háskóla Íslands.“73
Að auki má bæta við konu sem ekki er nefnd í umfjöllun Önnu
Sigurðardóttur og Katrínar Smára en það er Guðrún P. Helgadóttir
sem gaf út bókina Íslenskar skáldkonur fyrri alda í tveimur bindum
árin 1961–1963. Guðrún, sem var með BA-próf í íslensku og ensku
frá Háskóla Íslands frá 1949, segist hafa ráðist í þessa útgáfu eftir að
hún flutti erindi um „þátt kvenna í fornum skáldskap og menntun“
á vegum Kvenstúdentafélagsins og var í kjölfarið hvött til þess að
gefa út bók um efnið.74 Eftir að fyrra bindið kom út (sem náði til
sautjándu aldar) var haldin bókmenntakynning í Háskóla Íslands
þar sem kynntur var kveðskapur kvenna frá sautjándu til nítjándu
aldar. Guðrún valdi ljóðin sem meðal annars voru eftir Látra-Björgu,
Guðnýju frá Klömbrum og Vatnsenda-Rósu. Nýtt kvennablað segir
frá þessum viðburði og að húsfyllir hafi orðið og „gerður góður
rómur að.“75 Árið 1969 lauk Guðrún doktorsprófi í bókmenntum frá
Oxford-háskóla. Hún var skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík og
ritstýrði 19. júní í fimm ár.76 Hin kvennapólitíska tenging er augljós.
Konur sem luku námi í sagnfræði eða íslenskum fræðum fyrir
1960 eru því fáar og saga kvenna yfirleitt ekki meginrannsóknarefni
þeirra. Á hinn bóginn er athyglisvert að sjá hve sterka tengingu
margar þeirra höfðu við kvennahreyfinguna og menningarstarf
kvenna, ekki síst í gegnum kvennatímaritin. Þar fá þær stuðning,
hvatninguna sem þarf, umfjöllun þegar verk þeirra koma út eða
þær ljúka áföngum.
sögulegir gerendur og aukapersónur 73
73 „Dr. phil. Selma Jónsdóttir“, Húsfreyjan 11:1 (1960), bls. 34.
74 Guðrún P. Helgadóttir, Íslenzkar skáldkonur fyrri alda I–II (Akureyri: Kvöld -
útgáfan 1961–1963); Steingrímur Sigurðsson, „Skáldkonur fyrri alda“, Vísir 23.
desember 1961, bls. A6; Guðmundur Bjartmarsson, „„Fagrar heyrði ég radd-
irnar.“ Skáldkonur fyrri alda“, Íslendingur 50:4 (1964), bls. 5.
75 „Bókmenntakynning í háskólanum“, Nýtt kvennablað 23:3 (1962), bls. 12. Í for-
mála síðara bindis Íslenzkra skáldkvenna segir Guðrún stúdentaráð hafa staðið
fyrir kynningunni.
76 S. Th., „Íslenzk kona ver doktorsritgerð“, Húsfreyjan 20:1 (1969), bls. 28;
„Heldur heimili, stýrir kvennaskóla og stundar ritstörf“, Morgunblaðið 22. maí
1963, bls. 26.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 73