Saga - 2019, Blaðsíða 141
íslensku ríkisstjórninni sem og bandarískum verkalýðsfélögum og
bandamönnum þeirra í þinginu. Hins vegar hafi leiðtogafundurinn
greitt leiðina: „Af algjörlega óskyldum ástæðum samþykkti íslenska
ríkisstjórnin að leiðtogafundurinn gæti farið fram í Reykjavík og
skapaði þannig umhverfi að bandarísk-íslensk málefni gátu sam-
stundis fengið óskipta athygli öldungadeildarinnar.“106 Fáir voru í
betri aðstöðu en Kronmiller til að fylgjast með gangi málsins í öld-
ungadeildinni, þar sem málið fékk jafnskjóta meðferð og raun bar
vitni, enda átti hann í miklum samskiptum við þingmenn.
Þegar repúblikaninn Bob Dole, leiðtogi meirihlutans í öldunga-
deildinni, lagði málið fram 8. október óskaði hann einmitt eftir því
að flýtimeðferð samningsins yrði samþykkt einróma.107 Það átti eftir
að verða raunin — og allir þeir þrír öldungadeildarþingmenn sem
tóku til máls í kjölfarið lýstu yfir ánægju með samninginn. Robert
Byrd, leiðtogi minnihlutans, talaði fyrir hönd demókrata þegar hann
svaraði Dole:
Byrd: … tilfinning okkar hérna megin er sú að í ljósi þess að forsetinn
er á leið til Íslands á morgun væri gott fyrir forsetann að geta tekið með
sér þær fréttir að samningurinn hafi verið borinn upp og staðfestur af
öldungadeildinni.
Dole: … leyfið mér að þakka háttvirtum leiðtoga minnihlutans. Eins og
hann man eflaust vel var þetta rætt í morgunverðinum með forsetan -
um í gærmorgun og við sögðumst ætla að reyna að verða við ósk hans.
Byrd: Hann sagðist vona að hægt væri að gera það.108
Áður en þingmennirnir staðfestu samninginn formlega áréttaði
Claiborne Pell, öldungadeildarþingmaður Rhode Island, að það
rainbow navigation-málið 139
106 „[T]he Government of Iceland, for unrelated reasons, agreed to host the U.S.-
Soviet Summit and, thus, created an environment in which the U.S.-Iceland
issues could promptly engage the attention of the Senate“. ÞÍ. ÖÞÍ. AC3-10/1.
Bréf Teds Kronmiller til sendiráðsins, 22. október 1986.
107 Congressional Record 132—Senate. 8. október 1986, bls. 29520–29521.
108 „Mr. ByRD. … it is our feeling on this side that, in view of the fact the
President is going to Iceland tomorrow, it would be good for the President to
be able to take with him the news that this treaty has been taken up and the
resolution of the ratification approved by the Senate. Mr. DOLE. … let me
thank the distinguished minority leader. As he might recall, this was raised
at the breakfast with the President yesterday morning and we indicated we
would try to accommodate his request. Mr. ByRD. He expressed the hope
that that could be done.“ Congressional Record 132—Senate. 8. október 1986,
bls. 29520.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 139