Saga - 2019, Blaðsíða 115
meðferð þess innan bandaríska stjórnkerfisins og hjá dómstólum.
Óhætt er að fullyrða að Rainbow Navigation-málið hafi komið upp
á heppilegum tíma fyrir íslensk stjórnvöld. Vegna spennu í sam-
skiptum við Sovétríkin á fyrri hluta níunda áratugarins vildu
Banda ríkjamenn alls ekki missa bækistöð sína á Íslandi.
Færa má rök fyrir því að íslenskum ráðamönnum, með utanríkis -
ráðherrann Geir Hallgrímsson og eftirmann hans Matthías Á. Mathie -
sen í fararbroddi, var mikil alvara þegar þeir gerðu Banda ríkja -
mönn um það ljóst að til greina kæmi að endurskoða varnarsamn-
inginn ef íslensk fyrirtæki yrðu útilokuð frá vöruflutningum Banda -
ríkjahers í tengslum við Keflavíkurstöðina. Bandaríkjamenn töldu
sig þurfa að koma til móts við óskir íslenskra stjórnvalda svo að
málið kæmi ekki niður á hernaðarhagsmunum þeirra á Norður-
Atlantshafi. Fræðimenn hafa ekki veitt Rainbow Navigation-málinu
mikla athygli. Þó má nefna bókarkafla bandaríska fræðimannsins
Michaels heitins Corgan í riti hans um öryggismál Íslands, Iceland
and Its Alliances.3 Sigríður Þorgrímsdóttur minnist einnig stuttlega á
það í Sögu stjórnarráðs Íslands.4 Í bók sinni um sögu Eimskips fer
Guð mundur Magnússon sagnfræðingur nokkrum orðum um málið
og það sama má segja um Stefán Gunnar Sveinsson og Björn Jón
Bragason sagnfræðinga í bókum sínum um gjaldþrot Hafskips.5 Um
fyrra dómsmálið, sem varð vegna deilunnar, var skrifuð bandarísk
fræðigrein sem er fyrst og fremst lögfræðilegs eðlis.6
Rainbow Navigation-málið gerðist að mestu leyti á árunum
1984–1986 en ekki hefur ýkja mikið verið skrifað um það tímabil í
utanríkissögu Íslands. Þó má nefna sagnfræðirit þar sem fjallað er
um það með einhverjum hætti, til dæmis bók Vals Ingimundarsonar,
rainbow navigation-málið 113
3 Michael Thomas Corgan, Iceland and Its Alliances. Security for a Small State (New
york: Edwin Mellen Press 2002), bls. 169‒174.
4 Sigríður Þorgrímsdóttir, „Utanríkis- og varnarmál — Evrópusamvinna og haf-
réttarmál“, Stjórnarráð Íslands 1964‒2004, 3. bindi. Ritstj. Sumarliði Ísleifsson
(Reykjavík: Sögufélag 2004), einkum bls. 117‒119.
5 Guðmundur Magnússon, Eimskip frá upphafi til nútíma (Reykjavík: Eim skipa -
félag Íslands 1998), einkum bls. 222, 250‒251, 276‒277 og 285; Stefán Gunnar
Sveinsson, Afdrif Hafskips í boði hins opinbera (Reykjavík: JPV 2008), einkum bls.
15‒17; og Björn Jón Bragason, Hafskip í skotlínu (Reykjavík: Sögn 2008).
6 Linden H. Joesting, „Recent Development. Admiralty: Administrative Due
Process in International Trade—Rainbow Navigation, Inc. v. Department of the
Navy, 620 F. Supp. 534 (D.D.C.), aff’d, 783 F.2d 1072 (D.C. Cir. 1986)“, Stanford
Journal of International Law 23:1 (1986), bls. 183‒194.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 113