Saga - 2019, Blaðsíða 79
leið ljósi á stöðu samtímakvenna þeirra og formæðra. Í slíkum verk-
um fer fram ákveðin tegund af sagnaritun sem er eins og fræðimenn
hafa bent á mótuð af karllægri orðræðu og hugmyndum um hvað
og ævi hvers sé mikilvæg í sögulegu ljósi. Frásagnarrammar voru
þannig lengst af miðaðir við ævi og reynslu karla og athafnir þeirra
á almannasviðinu.86 Fyrsta sjálfsævisaga íslenskrar konu kom út
árið 1925, ári eftir að höfundurinn Ólafía Jóhannsdóttir lést.87 Næst
til að gefa út sjálfsævisögu varð Guðbjörg Jónsdóttir frá Broddanesi,
árið 1929.88 Bókum kvenna af þessu tagi fjölgaði ekki til muna fyrr
en eftir 1940. Konur eru þó aðeins 12% höfunda sjálfsævisagna sem
gefnar hafa verið út á Íslandi frá upphafi til 2003 en endurminninga-
rit kvenna eru 20%. Fyrsta ritið af því tagi er bók Elínborgar Lárus -
dóttur, Tvennir tímar, endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, frá
1949.89
Saga kvenna í þúsund ár
Konur voru því meðvitaðar um að kvenþjóðin væri lítt sýnileg í
hefðbundnum íslenskum sagnfræðiverkum og gerðu kröfu um að
verða fullgildir þátttakendur í sögu þjóðarinnar, bæði sögu fortíðar
en ekki síður sögu samtímans. Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðing-
ur ræðir til dæmis í bók sinni, Hinn sanni Íslendingur, um árangurs-
lausar tilraunir kvennahreyfingarinnar til þess að tryggja þátttöku
kvenna í skipulagningu Alþingishátíðarinnar 1930 og hátíðarhöld-
sögulegir gerendur og aukapersónur 77
86 Sjá: Barbara Caine, Biography and History, einkum bls. 42–44, 101–106. Einnig
varðandi íslenskt samhengi Ragnhildur Richter, Lafað í röndinni á mannfélaginu.
Um sjálfsævisögur kvenna (Reykjavík: Háskólaútgáfan 1997); Sigurður Gylfi
Magnús son, Fortíðardraumar, og Sjálfssögur. Minni, minningar og saga (Reykja -
vík: Háskólaútgáfan 2005).
87 Þetta var bókin Frá myrkri til ljóss. Sjá: Ártöl og áfangar, bls. 80. Einnig Ragn -
hildur Richter, Lafað í röndinni á mannfélaginu.
88 Guðbjörg Jónsdóttir, Minningar frá bernsku- og æskuárum (Reykjavík: án útg.st.
1929); Ragnhildur Richter, Lafað í röndinni á mannfélaginu, bls. 8.
89 Sjá tölfræði hjá Moniku Magnúsdóttur, „Skrá um útgefnar sjálfsævisögur, endur -
minningarit og samtalsbækur (viðtöl) frá upphafi til ársins 2004“, viðauki í bók
Sigurðar Gylfa Magnússonar, Fortíðardraumar, bls. 353–358. Ekki er alltaf auð -
velt að flokka sjálfsævisöguleg rit en í skrá Moniku er munurinn á sjálfsævi-
sögu og endurminningum í einfölduðu máli sá að sjálfsævisagan er samin,
skráð og hugsuð af viðfangsefninu sjálfu en endurminningar eru skráðar af
öðrum aðila, oft í einhvers konar samvinnu viðfangsefnis og skrásetjara. Sjá
einnig Sigurð Gylfa Magnússon, Fortíðardraumar, bls. 43–69.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 77