Saga - 2019, Blaðsíða 148
nokkr ar brotnar; fimm trérammar með sex glerrúðum hver, en tvær
vantar.3
Skúli átti eina þrjá reiðhesta sem voru boðnir upp og 11 vinnu-
hesta (púlshesta). Vinnuhestarnir seldust á ríflega þrjá til átta ríkis-
dali hver eftir aldri og stærð og reiðhestarnir á 8–13 ríkisdali. Litur
þeirra allra er gefinn upp. Tveir jarpir reiðhestar og einn blesóttur.
Púlshestarnir rauður, ljósrauður, móálóttur, bleikálóttur og ljós.
Sérstaka eftirtekt vekja svo litirnir norðan jarpur, norðan brúnn,
vestan brúnn og austan brúnn. Sennilega aðgreindir svo vegna þess
hve margir hestanna voru af sama lit.
Þegar kemur að mjólkurkúnum verður málið með nokkuð per-
sónulegri blæ, ef svo má segja, því nöfn þeirra allra eru tilgreind
sem segir jafnframt til um lit þeirra og útlit: Hyrna, Héla, Há-Rjúpa,
Rjúpa yngri, Rjúpa elsta, Poka, Grána yngri, Grána eldri, Murta,
Stelpa eldri, Finna, Huppa, Svarthúfa, Skjalda og Hvít. Hver þeirra
var seld á 10–12 ríkisdali. Auk þess voru seldar fjórar kvígur, ein
rjúp ótt og önnur rauðskjöldótt en litur hinna tveggja ekki gefinn
upp, eitt naut og einn tarfur. Engin sauðkind var boðin upp og því
talið líklegt að hætt hafi verið með sauðfjárbúskap í Viðey eftir að
fjár kláðinn barst til landsins 1761.4
Skúli átti auk þessa allgott bókasafn með yfir 800 titlum sem selt
var í tvennu lagi nokkru seinna. Hluti þess var seldur á uppboði í
Viðey þann 25. júlí 1794 þar sem seldust ríflega 250 titlar en afgang-
urinn sendur á uppboð til Kaupmannahafnar.5 Þar mátti finna alls
konar bækur á íslensku, dönsku, þýsku, frönsku og latínu sem fjalla
einkum um landafræði, sögu, lögfræði og hagfræði. Einnig guðs -
orðabækur, til dæmis þrjár biblíur prentaðar á Hólum 1584, 1644 og
1728. Töluvert safn sjókorta og landakorta hefur Skúli einnig átt.
Margs konar landshlutakort af Sjálandi, Danmörku, Noregi og
nokkur af Íslandi. Sérstaka athygli vekur kort af syðri hluta Ítalíu og
Sikiley. Lýður Björnsson sagnfræðingur hefur að nokkru gert grein
jóhanna þ. guðmundsdóttir146
3 Sbr. Jón Eiríksson, „Forspjall.“ Ólafur Olavius, Ferðabók I. Landshagir í norðvestur-,
norður- og norðaustursýslum Íslands 1775–1777 (Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1964),
bls. 28. Þar segir að Skúli hafi útbýtt kálplöntum til manna árum saman sem
hann hafi alið upp í vermireit.
4 Lýður Björnsson, Hann á afmæli hann Skúli, bls. 50.
5 ÞÍ. Rtk. B13/17–11. Isl. Journ. 9, nr. 1222. Uppboðsskrá 25. júlí 1794; Rtk.
B14/19–7. Isl. Journ. 10, nr. 1581. Udskrift af Kiøbenhavns Auctions Protocoll
26. april 1797.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 146