Saga - 2019, Blaðsíða 77
menn ingar. Þátttaka í nýjungum og framförum samtímans var
tilefni frétta og fögnuðar. Í 19. júní árið 1919 er til dæmis sagt frá því
að ungfrú Ásta Magnúsdóttir aðstoðarmaður ríkisféhirðis hefði
orðið fyrsta „konan sem hér á landi kannaði loftsins bláu vegi í flug-
vél“. Ásta var farþegi í vélinni og lét „hið bezta af ferðalaginu.“
Fréttin er á baksíðu undir titlinum „Fyrsta“. Undir þeim lið var
einnig sagt frá því að ungfrú Katrín Thoroddsen væri „fyrsti þjón-
andi kvenlæknir“ landsins en hún hafði gegnt læknisstörfum á
Vífilsstöðum þá um sumarið.80 Báðar þessar konur urðu vel þekktar
í íslensku samfélagi og er stundum getið í kvennablöðunum. Katrín
varð vinsæll læknir, sat um tíma á þingi fyrir sósíalista og skrifaði
að auki sjálf í kvennatímaritið Melkorku.81 Ásta Magnúsdóttir varð
ríkisféhirðir árið 1933 eftir að hafa starfað hjá ríkisfjárhirslunni frá
1910. Kvennahreyfingin lét sig ráðningu hennar varða því um tíma
var útlit fyrir að karlmaður yrði ráðinn á flokkspólitískum forsend-
um fremur en eftir hæfi.82 Í kvennablöðunum var rætt um og við
kvenrithöfunda og listakonur og verk eftir þær síðarnefndu prýddu
stundum forsíður blaðanna. Þegar 19. júní, ársrit Kvenréttindafélags
Íslands, hóf göngu sína árið 1951 var forsíðumyndin af Nínu Sæ -
munds son myndhöggvara að vinna við styttu sína af Hafmeyjunni.
Allar forsíður blaðsins allt til ársins 1970 voru helgaðar verkum
kvenna í listum, arkitektúr eða fræðaheiminum.83
En það voru ekki aðeins þessar áþreifanlegu breytingar og sýni-
leiki í almannarýminu sem skipti konur máli heldur einnig hið
óáþreifanlega: sagan, fortíðin. Þar var ekki síður mikilvægt að konur
væru sýnilegar. Konur tuttugustu aldar, sem kenndar voru við
nútíma og kvenfrelsi, þurftu að sjá og eiga fyrirmyndir, vita að í
fortíðinni hefðu verið til konur sem þorðu, vildu og gátu en einnig
að í sögulegu ljósi væru konur og störf þeirra á einkasviðinu ekki
sögulegir gerendur og aukapersónur 75
80 „Fyrsta —.“, 19. júní september 1919, bls. 24.
81 Kristín Ástgeirsdóttir, „Katrín Thoroddsen“, Andvari 132 (2007), bls. 11–68.
82 Um Ástu sjá: Ártöl og áfangar, bls. 50. Einnig „Konur í opinberri þjónustu“, 19.
júní 1952. Um ráðningu Ástu og afskipti kvennahreyfingarinnar af henni sjá:
L.V., „Jafnrétti til embættis“, Morgunblaðið 14. júlí 1933, bls. 3–4.
83 Tvö kvennablöð hafa verið gefin út undir titlinum 19. júní. Bæði koma við
sögu í þessari grein en þegar það er ekki tekið sérstaklega fram hvort blaðið er
um að ræða geta lesendur áttað sig á því út frá ártölum. Frá 1917–1929 gaf Inga
Lára Lárusdóttir kennari út mánaðarritið 19. júní. Þegar Kvenréttindafélag
Íslands hóf útgáfu eigin ársrits árið 1951 (sem enn kemur út) var því einnig
valið heitið 19. júní, sjá: Svafa Þórleifsdóttir, „19. júní“, 19. júní (1951), bls. 3–4.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 75