Saga - 2019, Blaðsíða 122
Einnig má færa rök fyrir því að erfitt sé að greina mörkin milli
valdahópanna í einkageiranum og hjá hinu opinbera en nokkur
tengsl voru milli stjórnenda íslensku fyrirtækjanna og íslenskra
emb ættismanna. Í bréfi Joanne W. young, lögmanns Eimskips í
Bandaríkjunum, til Harðar Sigurgestssonar lýsir hún óánægju með
að sumir bandarískir þingmenn teldu að ákafi íslenskra stjórnvalda
stafaði af persónulegum tengslum ís lenskra ráðamanna eða vensla-
manna þeirra við fyrirtækin.35 Þing mennirnir höfðu eflaust nokkuð
til síns máls enda voru náin flokkstengsl milli ráðherranna og for-
svarsmanna fyrirtækjanna. Þeir Hörð ur Sigurgestsson og Björgólfur
Guðmundsson höfðu til dæmis gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálf -
stæðisflokkinn og setið saman í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálf -
stæðisfélaganna í Reykjavík.36 Til að flækja málið enn frekar átti ríkis -
sjóður 5% hlut í Eimskipafélaginu þegar málið kom upp og ríkis-
stjórnin var því beinlínis að verja eigið fé. Árið 1985 var þessi hlutur
ríkissjóðs þó seldur til Sjóvár og í fyrsta skipti frá stofnun Eim -
skipafélagsins árið 1914 var fyrirtækið ekki að neinu leyti í eigu
ríkisins.37 Eftir situr að þegar Rainbow Navigation-málið kom upp
(og íslenska ríkið tók afstöðu til þess) gerði eignarhald Eimskips
mörkin milli stjórnvalda og fyrirtækisins óljósari en ella.
Einnig er vert að skoða það sem sagnfræðingurinn Thomas
McCormick hefur skrifað um korporatisma. Hann leggur áherslu á
að horfið sé frá því að einblína einvörðungu á ríkisvaldið þegar
kemur að utanríkismálum. Fjölmargir samfélagshópar utan ríkis-
valdsins, svo sem fyrirtæki, verkalýðsfélög, stofnanir, háskólar og
fjölmiðlar, geti haft umtalsverð áhrif á utanríkismál. Áhrifin birtist
bæði í formi beinna milliríkjasamskipta af hálfu samfélagshópanna
og með þrýstingi og samstarfi við ríkisvaldið.38 Þótt Eimskip hafi að
mestu haft áhrif með síðari aðferðinni má segja að fyrirtækið hafi að
nokkru leyti átt í milliríkjasamskiptum á eigin vegum. Fulltrúar
fyrir tækisins voru sjálfir í tengslum við fulltrúa Rainbow Navig -
arnór gunnar gunnarsson120
35 Sks.E. Forstj. III. L‒35/1. Bréf Joanne W. young til Harðar Sigurgestssonar, 1.
apríl 1986.
36 Björn Jón Bragason, Hafskip í skotlínu, bls. 17.
37 Sigríður Þorgrímsdóttir, „Utanríkis- og varnarmál — Evrópusamvinna og haf-
réttarmál“, bls. 46 og Guðmundur Magnússon, Eimskip frá upphafi til nútíma,
bls. 278.
38 Thomas McCormick, „Drift or Mastery? A Corporatist Synthesis for American
Diplo matic History“, bls. 320–321.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 120