Saga - 2019, Blaðsíða 147
æðardún. Einnig bláröndóttir höfuð púðar með fiðri og fjöldinn allur
af hvítum vaðmálspúðum og ullarlökum, grænröndóttar ullar -
ábreiður og ullarteppi. Rúm með bláröndóttum rúmtjöldum og
rauður klæðastandur.
Borðbúnaður var líka ríkulegur. 24 silfurskeiðar með Kaup -
manna hafnar stimpli, púnsausa úr silfri með gyllingu, sykurfat og
sykurtöng úr silfri, fimm silfurbikarar. Postulíns tekanna með fæti,
púnsskál og hvítir postulínsdiskar, vínglös úr gleri og ölkollur. Líka
ýmsir gagnlegir munir af tini svo sem sporöskjulaga súpu skál
(tarína), margs konar föt og skálar af ýmsum stærðum, djúpir og
grunnir matardiskar, kaffikönnur, tekönnur, súkkulaðikanna og 11
kertastjakar. Fjórir bruggunarkatlar úr kopar eða koparblöndu,
eimingar panna með hatti, eplaskífupanna, brauðpanna, tekatlar og
lampar.
Eldhúsinu tilheyrandi voru tíu járnpottar af ýmsum stærðum og
gerðum, sá stærsti 100 lítra, stærðar steikarpottur með loki sem vó
53 pund, járnlampar, járnmortél með stauti og vöfflujárn svo dæmi
séu tekin. Íslensk búsgögn voru líka að sjálfsögðu fjölmörg. Sáir,
tunnur, stampar, vatnsfötur, mjólkurfötur, mjólkurtrog, 30 askar,
matartrog, balar, trédiskar, tréausur, kálbretti og ein sýrudrykkjar-
kanna.
Smíðaverkfærin sem upp eru talin minna okkur á að margt
þurfti að sýsla og starfa á stóru búi eins og í Viðey. Smiðjubelgur
(físibelgur) með tilheyrandi, steðjar, smíðatangir, sleggja (sjö pund),
stór sleggja (14 pund), slaghamrar og minni hamrar, skrúfstykki,
naglbítur, járnborar, kúbein, viðarsög, hverfisteinn, eldiviðaröxi,
kjöt öxi, beykibekkur og hefilbekkur með skúffu og tveimur töngum.
Útgerð var mikil í Viðey. Skúli átti eina „slúppu“ með segli og
sex árum, eitt fjögurra manna far með segli og stjórafæri og fimm
minni báta. Þá voru boðnar upp 22 skinnbuxur og átta sjóstakkar,
sjóskór og tátiljur, fjöldinn allur af veiðarfærum, lóðlínur, önglar,
bandspottar og hnífar.
Undir liðnum ýmislegt voru boðnir upp hnakkar og reiðtygi og
fjölmörg amboð og verkfæri tilheyrandi hefðbundnum bústörfum,
svo sem orf, ljáir, hrífur, heymeisar, tréskóflur, pálar, einar hjólbörur
og margt fleira sem allt of langt mál væri að telja upp hér. En einkar
ánægjulegt þótti undirritaðri, sem sérstakri áhugamanneskju um
sögu garðræktar, að sjá talda upp rammana sem Skúli var með yfir
vermireitunum sínum: fjórir blýrammar yfir vermireit, hver með 32
glerrúðum; fimm blýrammar með 20 glerrúðum hver, hvar af
uppboðið í viðey 1794 145
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 145