Saga - 2019, Blaðsíða 218
dönskum sjónarhóli. Nýleg ljósmynd af Stjórnarráðinu, tukthúsinu gamla
sem Danir reistu á átjándu öld, og Hörpu, tónleika- og ráðstefnuhöllinni
nýju, segir langa sögu í einni mynd. Myndatexti við myndina hljóðar svo:
„Det arkitektoniske rum fremhæver på sin vis det harmoniske samarbejde
mellem Danmark og Island“ (bls. 39). Birt er málverk af Reykjavík frá því
um 1820 eftir E. C. Ludvig Moltke stiftamtmann (bls. 32) og margfræg mynd
eftir August Schiøtt af íslenskri kvöldvöku frá 1871, Hos en islandsk Bonde ved
Aften i Badstuen; en Saga bliver læst. Myndlistararfur Íslands og Danmerkur
kemur einnig fyrir í textanum sjálfum án þess að myndirnar sem fjallað er
um séu birtar. Það er skiljanlegt í ljósi þess hve bókin er stutt en með því að
birta ekki myndirnar sem fjallað er um í textanum glatast hálf sagan.
Tvennt hefur einkum bundið Ísland og Danmörku saman í gegnum ald-
irnar, danskir kóngar og menningararfur fornaldar. Sögur af konungskom-
um Kristjáns IX., Friðriks VIII. og Kristjáns X. eru greinagóðar (bls. 40–60)
en konungshollusta Íslendinga er viðfangsefni sem eflaust mætti rannsaka
nánar í ljósi sambandssögunnar. Ísland sem vagga norrænnar menningar er
einn allra sterkasti sameiningarkrafturinn, reipið í sambandsheildinni Ísland-
Danmörk (og síðar sameiningarafl ríkjanna tveggja). „Danskheden“ sjálf átti
sér sterkan grund völl í íslenskri tungu og íslenskum menningararfi miðalda,
til dæmis Íslendingasögum. Ísland hafði þannig táknrænt og mikilvægt
gildi. Dönsk þjóðernistilfinning átti rætur sínar í íslenskum jarðvegi.
Nákvæmari yfirlestur hefði komið í veg fyrir nokkrar villur. Engar opin-
berar tölur eru til um íbúafjölda Reykjavíkur árið 1786 en þeir eru þá sagðir
vera 302 (bls. 32). Í manntali árið 1801 voru þeir 307. Snæfellsjökull, sem
Jules Verne skrifaði um árið 1864, er ekki í Vatnajökli (bls. 24) og Hekla gaus
ekki árið 1783 (bls. 91). Þá er minnst á það að lýsing Jörgensens á bylting-
unni, Historical Account of a Revolution on the Island of Iceland in the Year 1809,
sé óútgefin (bls. 71) en hið rétta er að verkið kom út í ritstjórn Önnu Agnars -
dóttur og Óðins Melsteð árið 2016.
Aftast í bókinni er stuttur listi yfir frekara lesefni. Meðal heimilda er rit-
gerðasafn sem höfundur ritstýrði árið 2008, Rejse gennem Islands historie —
den danske forbindelse. Í því safni er meðal annars að finna grein eftir Önnu
Agnarsdóttur, prófessor emeritus í sagnfræði, um atburðina sumarið 1809,
„Den islandske revolution 1809 — og den islandske reaktion“. Eðlilegt hefði
verið að geta þessarar greinar sérstaklega þar sem hún er augljóslega mikið
notuð í ritinu. Nýrra rannsókna sem komið hafa út á undanförnum árum á
sambandssögu Íslands og Danmörkur (t.d. ritið Gullfoss. Mødet mellem dansk
og islandsk kultur i 1900-tallet) er heldur ekki getið.
Den islandske revolution er mjög læsileg bók. Höfundi hefur tekist að gera
flóknu og viðkvæmu efni góð skil í mjög stuttu máli. Sambandssagan hefur
reynt bæði á Íslendinga og Dani. Vitnað er í orð frú Vigdísar Finnbogadóttur
fyrrverandi forseta Íslands í lok bókarinnar. Vigdís fjallaði um hin sterku
ósýnilegu vináttubönd milli Íslands og Danmerkur í ræðu árið 2008 og benti
ritdómar216
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 216