Saga - 2019, Blaðsíða 107
1569. Óvinur Magnúsar, Árni Gíslason, kom þangað á sama tíma og
hafði með sér fimm vopnaða sveina. Allir þessir menn eru nefndir
með nafni í lýsingu á átökunum sem á eftir fylgdu.79 Einnig voru
viðstaddir danski kaupmaðurinn Hans Claus og lögmaðurinn Eggert
Hannesson. Enginn var drepinn í þessum átökum, en ýmsir meidd-
ust, og er fundinum lýst í smáatriðum í Alþingisbókum. Svo fór að
Árni reið á brott með mönnum sínum en kaupmaðurinn bauð Magn -
úsi og mönnum hans upp á ákavíti.
Í Holtsdómi Gísla sýslumanns Árnasonar frá 1599 um mál
Nikulásar Björnssonar og Jóns Ásmundssonar kemur fram að Nikulás
kærði Jón vegna eftirstöðva af landskuldum bróður Jóns, Árna
Ásmundssonar, sem var látinn. Meðal ákæruliða Nikulásar var að
Jón hefði farið vopnaður í veg fyrir menn sína og varið þeim veginn
heim til Fitjar (ef til vill í Skorradal). Ástæðan var sú að Nikulás kom
með vanfæra flökkukonu og ætlaði að koma yfir á Jón. Þetta er eitt
af síðustu tilfellum þar sem vopnavaldi var beitt með þessum hætti
svo vitað sé.80
Danska stjórnin virðist raunar hafa bannað vopnaburð á áttunda
áratug sextándu aldar. Heimildin um þetta kemur úr vopnadómi
Magnúsar Jónsson prúða, sýslumanns á Ögri, frá árinu 1581, þar
sem skipað er að landið verði vopnað á ný vegna hættunnar af árás-
um útlendinga. Sá ótti var ekki úr lausu lofti gripinn. Í dómi Magn -
úsar er raunar aðeins gefið í skyn að vopnaburður hafi verið afnum-
inn á Íslandi árið 1575 og aðrar heimildir eru ekki fyrir þessu.81 Að
öðru leyti var það yfirgnæfandi sterkt vopnavald hins nýja mið -
stjórnar valds, konungsvalds með mótmælendatrú sem hugmynda-
fræði, sem var bakgrunnur nýrrar samfélagsskipunar. Danska kon-
ungsvaldið hafði í tvígang um miðja sextándu öld sýnt mátt sinn og
megin með því að senda herskipaflota með herlið til landsins. Í fyrra
skiptið náðist síðasti kaþólski biskupinn í Skálholtsbiskupsdæmi en
í hið síðara greip flotinn í tómt, því innlendir andstæðingar kaþ -
ólska biskupsins í Hólabiskupsdæmi höfðu náð honum og háls-
höggvið án dóms og laga. Báðar þessar flotaheimsóknir hafa hins
vegar haft þau áhrif að sýna vald Danakonungs: Menn hvorki vildu
né gátu haft vilja hans að vettugi eftir það.
manndráp verður að morði 105
79 Alþingisbækur Íslands I, bls. 126–130.
80 Alþingisbækur Íslands III, bls. 173.
81 Kristinn Jóhannesson, „Þættir úr landvarnasögu Íslendinga“, Saga 6 (1968), bls.
122–138.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 105