Saga - 2019, Blaðsíða 56
með full borgaraleg réttindi.2 Þær voru „viðurkendar löglegir borg-
arar þjóðfélagsins“ eins og Bríet Bjarnhéðinsdóttir orðaði það í
Kvennablaðinu 16. júlí 1915. Þar lýsir hún því hvernig konur fögnuðu
kosningaréttinum með samkomu á Austurvelli 7. júlí og birtir í
blaðinu ávörp, kveðskap og ræður sem haldnar voru, þar á meðal
langa ræðu sem hún flutti sjálf um sögu kosningaréttarmálsins.3
Þannig skráði Bríet söguna um leið og hún átti sér stað jafnframt því
sem hún tók sér stöðu sagnaritara og rakti sögu kosningaréttarins á
nítjándu öld og fram á þá tuttugustu.
Í þessari grein eru rök færð fyrir því að íslenskar konur hafi eins
og kynsystur þeirra víða í Evrópu skráð og haldið á lofti sögu
kvenna löngu áður en slík sagnaritun haslaði sér völl innan háskóla
um 1970. Þetta gerðu þær til að mynda með því að skrifa sjálfsævi-
sögur þar sem aðrar konur komu við sögu og ævisögur og æviþætti
kvenna sem birtust í kvennatímaritum og -blöðum.4 Margar þeirra
kvenna sem skrifuðu verk af þessu tagi voru virkir þátttakendur í
kvennahreyfingunni, í víðum skilningi, og fengust við ritstörf, meðal
annars útgáfu kvennablaða og tímarita. Engu er líkara en þær hafi
viljað og þeim hafi fundist að þær þyrftu að finna „sönnunargögn“
sem sýndu að „konur standa karlmönnum ekki að baki“ eins og
skólastjórinn, rithöfundurinn og sveitarstjórnarkonan Guðrún Björns -
dóttir skrifaði í bók sinni Íslenskar kvenhetjur sem gefin var út 1948.5
Ég tel að markmið þessara skrifa hafi verið að stilla konum upp
sem lögmætum sögulegum gerendum í fortíð og samtíð og þannig
auðvelda þeim að staðsetja sig í samfélagi þar sem þær höfðu fengið
sömu réttindi og karlar en ekki rými eða hvatningu til þess að nýta
þau til fullnustu. Konur spurðu í ræðu og riti hverju það sætti að
erla hulda halldórsdóttir54
2 Þessi grein er hluti af rannsóknarverkefninu „Í kjölfar kosningaréttar. Félags- og
menningarsöguleg rannsókn á konum sem pólitískum gerendum 1915–2015“, sem
styrkt er af Rannís, verkefnisnúmer 174481–051. Verkefnið hefur einnig verið styrkt
af EDDU-öndvegissetri. Ásamt höfundi taka þátt í rannsókninni þær Ragnheiður
Kristjánsdóttir, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir.
3 Kvennablaðið 16. júlí 1915, bls. 41–48. Tilv. á bls. 41.
4 Á vormisseri 2017 kenndi ég námskeiðið SAG431G, Sögulegir gerendur og
aukapersónur. Sagnritun kvenna og saga þjóða(r), við námsbraut í sagnfræði
við Háskóla Íslands. Ég þakka þeim áhugasömu nemendum sem þar lögðu sitt
af mörkum til rannsóknarinnar með líflegum umræðum, lestri kvennablaða og
tímarita kvenna, bóka um sögu Íslands og fræðirita um efnið.
5 Guðrún Björnsdóttir, Íslenzkar kvenhetjur (Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1948), bls.
145.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 54